Á myndinni  gnæfir Eldfellið nýja yfir húsum Vestmannaeyjakaupstaðar. Þótt gosaskan hafi hér 17. febrúar 1973 hulið hluta bœjarins þá standa þessi reisulegu íbúðarhús ennþá óskemmd.

Á myndinni  gnæfir Eldfellið nýja yfir húsum Vestmannaeyjakaupstaðar. Þótt gosaskan hafi hér 17. febrúar 1973 hulið hluta bœjarins þá standa þessi reisulegu íbúðarhús ennþá óskemmd.

Á neðri myndinni, sem tekin er af sömu húsum 23. mars 1973, er hraunjaðarinn farinn að ryðja þeim í rúst. Þannig ýtti hraunskriðið húsunum á undan sér, en braut þau síðan og stundum kveikti hraunhitinn í þeim. – Að neðan eru siðustu hús þeirrar byggðar, sem áður stóð við Skansinn, að hverfa undir hraunið, sem ryðst fram og ýtir húsunum á undan sér.

Mydirnar eru teknar af sömu húsum 23. mars 1973, er hraunjaðarinn farinn að ryðja þeim í rúst. Þannig ýtti hraunskriðið húsunum á undan sér, en braut þau síðan og stundum kveikti hraunhitinn í þeim. – Að neðan eru siðustu hús þeirrar byggðar, sem áður stóð við Skansinn, að hverfa undir hraunið, sem ryðst fram og ýtir húsunum á undan sér.

 

Flugmyndin til vinstri er tekin yfir Heimaey 7. apríl 1973. Hraun hafði þá runnið yfir austasta hluta bæjarins. Snemma í gosinu var reynt að verja bæinn með því að ryðja upp varnargörðum úr gjalli, og dæla sjó með brunadtelum á hraunjaðarinn við varnargarðana til að kæla hraunið og hindra með því framrás þess. Þetta virtist hafa nokkur áhrif, en vatnsmagnið var of lítið og ekki var þá hægt að leiða kælivatnið inn á hraunið. Þegar hraunið í lok febrúar lagðist upp að hafnargarðinum við innsiglinguna, var dæluskipið Sandey fengið 1. mars til að dæla sjó upp á hraunið. Í lok mars voru svo settar upp 43 dælur, sem fengnar höfðu verið frá Bandaríkjunum. Afköst þeirra voru 800-1000 l/sek, og lyftihæðin um 100 m í 1000 m löngum rörum. Eftir það var hægt að kæla með sjð inn á hraunið. Alls var í eldgosinu dælt um 6,2 milljónum tonna af sjó inn á hraunið til kælingar, og boranir á fimm holum sýndu, að kælingin hafði haft veruleg áhrif á stirðnun hraunsins og þar með framrás þess. Um 220 þúsund tonn af salti voru í þeim sjó, sem dælt var á hraunið. Að ofan eru dælurnar á Básaskersbryggju í Vestmannaeyjahöfn, og að neðan dregur jarðýta tvær lengjur af plaströrum, sem reyndust best við dælinguna, inn á skríðandi hraunið. Að ofan til hægri er dælt sjó á hraunbrúnina við innsiglinguna, og að neðan til hægri sjást nokkrar leiðslur í hrauninu og gufumekkirnir frá hraunkælingunni.

 

Horft úr bænum til Eldfells 28. janúar 1973

Fyrir gos gnæfði þessi fánastangarhúnn yfir einbýlishúsi, en hér stendur hann einn upp úr svarlri gosöskunni. Undir þessum hæðum og hólum eru íbúðarhús grafin undir margra metra þykku öskulagi. – Strax að gosi loknu var hafist handa við aðgrafa Vestmannaeyjakaupstað úr öskunni og hreinsa bæinn, nema þar sem hús höfðu farið undir hraun. Að ofan er unnið við að grafa upp kirkjugarðinn. Til hægri er verið að grafa upp úr öskunni húsin við Helgafellsbraut. Að neðan til hægri kemur Helgafellsbraut 21 undan sjóðheitri öskunni, og að neðan vinnur öll fjölskyldan við að hreinsa öskuna af grasflöt heimilisins. Enn rýkur úr Eldfelli í baksýn, og ekki er búið að fjarlægja bárujámsplötur frá þeim gluggum hússins, sem vita að eldfjallinu. Þannig voru gluggar varðir gegn glóandi loflsteinum frá eldgosinu, en þeir kveiktu í mörgum húsum, þegar þeir þeyttust inn um glugga.

Að ofan til vinstri má sjá hvernig hraunið stöðvaðist og lagðist upp að Fiskiðjunni við Strandveg niðri við höfnina, og braut hluta hússins. Síðar var þessi hraunjaðar fjarlagður af Strandvegi. Að neðan til vinstri er hluti húss, sem hraunið hefur brotið niður og ýtt á undan sér.  Til hægri er horft yfir gosöskuhulið bæjarhverfi í Vestmannaeyjum. Aðeins reykháfar húsanna standa upp úr öskunni. Aðofan er mynd af húsinu, sem næst er á myndinni til hagri, eftir að það hefur að mestu leyti veriðgrafið úr öskunni.  Að neðan sést hluti af hraun- hitaveituframkvæmdum. Þessi hitaveita nýtir hita nýja hraunsins með því að dæla vatni í hringrás um bceinn og í gegn um rör, sem grafin eru niður á hraunið, en einangruð ofan frá. Aætlað er að hitinn í hrauninu rnuni endast í 15-20 ár til að hita Vestmannaeyjakaupstað.

,,Ég lifi og þér munuð lifa“ stendur á kirkjugarðshliðinu í Vestmannaeyjum. Þetta voru mörgum hugstæð orð á meðan Eldfell spúði ösku og glóandi hrauni yfir byggðina, eins og sjá má á myndinni til vinstri. Þar er Eldfellið gjósandi i baksýn, og grafreitir kirkjugarðsins huldir svartri gjósku.  En orðin á kirkjugarðsboganum urðu sannmæli. Aðofan hefur kirkjugarðurinn verið hreinsaður, og höggmynd Einars Jónssonar: ,,Alda aldanna“ er risin vestan við kirkjugarðinn. Að neðan er ný sundhöll Vestmannaeyja, sem reist var eftir gos fyrir gjafafé, í stað sundlaugarinnar við Skansinn, sem fór undir hraun.

Vissulega er þessi mynd fjarstæðukennd, en þó sönn. Hraunjaðarinn hefur stöðvast við gangstéttarbrún. Húsin við götuna eru horfin undir hraun, en ljósastaurinn stendur enn við götubrún, einmana og að því er virðist í algeru tilgangsleysi, nema þá sem minnisvarði um það, að hér voru eitt sinn byggð ból, heimili athafnasamra Vestmannaeyinga, þar til jörðin rifnaði og tók að spúa eldi og ösku.

Þessi engilmynd stendur á leiði í kirkjugarðinum í Vestmannaeyjum. Þar náði gosaskan í hné á likneskinu áður en hreinsun bæjarins hðfst. A myndinni til hagri, sem tekin er að lokinni hreinsun kirkjugarðsins, má sjá hve þykkt öskulagið hefur verið á þessum stað. Engillinn stendur á leiði Theodóru Þ. Jónsdóttur frá Garði í Vestmannaeyjum, sem andaðist 22 ára gömul (f. 26. des. 1906, d. 16. maí 1928) dóttir hjónanna Jóns Hinrikssonar og Ingibjargar M. Theodórs- dóttur að Garði, sem einnig hvíla í sama reit. Í baksýn er Landakirkja.

Vestmannaeyjahöfn breyttist mikið og batnaði raunar við eldgosið í Heimaey. Innsiglingin nú er eins og fjörður, og hafnargarðarnir, sem áður vörðu höfnina verstu brimum, eru nú komnir í var í öllum áttum. Talið er að hraunkælingin hafi átt veru- legan þátt í því, að hraunið náði ekki að loka höfninni alveg. Myndin til vinstri er tekin í nýja hrauninu gegnt Heimakletti. Herjólfur, ferjan milli Þorlákshafnar og Veslmannaeyja, er á útleið, en í baksýn er höfnin og Klifið. Í nýja hrauninu hafa myndast sendnar víkur og vogar á milli hraunnesja. Að ofan til hœgri siglir Herjólfur út um nýja hafnarmynnið, á milli Ystakletts og hraunsins, en í baksýn er Elliðaey. Að neðan til hægri er Þórsminnismerkið, sem reist var eftir gos til minningar um fyrsta björgunar- og varðskip Vestmannaeyja, innan við Friðarhöfn neðan Klifsins. Í baksýn eru fiskiskip í Friðarhöfn, og Heimaklettur.

Hér er útsýni ofan af Klifi. Nœst er Eiðið, sjávarkambur, sem tengir saman Klifið og Heimaklett, fyrir miðri mynd. Til vinstri er Faxasker og í baksýn Eyjafjallajökull. Til hægri er nýja hraunið og hafnarmynnið, eins og það er orðið eftir gos. Bak við Heimaklett sést hluti af Elliðaey og Bjarnarey.

Vestmannaeyjar rísa sabrattar úr hafi. Austast (hér til vinstri) eru Elliðaey og Bjarnarey. Þá er Ystiklettur og Heimaklettur. Yfir Eiðið sést Helgafell, en til hagri við það er Klifið og nokkrar úteyjar.

Heimaey er eina eyjan af 15 í Vestmannaeyjum, sem verið hefur í byggð. Sker og drangar eru auk þess taldir vera þar um þrjátíu. Uteyjar, eins og allar eyjamar aðrar en Heimaey eru nefndar, eru heill heimur út af fyrir sig. Þær eru flestar eða allar snarbratlar í sjó fram, gerðar úr móbergi í mörgum eldgosum. Uteyjar eru flestar grasi grónar að ofan, þótt sumar séu allbrattar efra. Eggjataka og fuglaveiðar hafa alla tíð verið stundaðar í Vestmannaeyjum, einkanlega lundaveiði og er svo enn. Í stærri úteyjum eru víða hús eða kofar (ból) veiðimanna, og oft er þar fjölmennt á sumrum ogglatt á hjalla. Í sumum úteyjum þarf að velja daga til lendingar, þegar kyrrt er í sjóinn, og eftir að komið er í land á steðja eða stalli, þarf víða að klifra snarbratt móbergið til að kornast upp á eyna. Í mörgum þeirra eru þó handfestar, þó eða keðjur, og boltar ímóberginu, semauðvelda mjög uppgöngu. Til vinstri er mynd úr Hellisey. Lendingarstaður er neðst til vinstri, og þaðan liggur gönguleiðin eftir hallandi móbergsstöllum upp að húsinu, sem er ofarlega til hægri. Tveir menn erti á þessari gönguleið á myndinni. Í baksýn er Brandur og Alfsey.  Að ofan er horft frá Hellisey til Súlnaskers (til vinstri) og Geldungs. Gúmmíbátur kemur í heimsókn til Helliseyjar, en sjávarkletturinn undir nefinu er annar lendingarstaður i Hellisey. Frá þessum steðja er uppgönguleiðin bak við nqfið sem næst er. Myndin til hægri er tekin í Elliðaey. Þar eru sigmenn við eggjatöku í bjarginu.

Þessi mynd er tekin af langvíubyggð uppi á Geldungi. Þar situr langvía og hringvía (afbrigði af langvíu) svo þétt, að varla verður þverfótað fyrir fugli, sem er þarna sérlega spakur, enda fær hann sjaldan heimsóknir afmönnum vegna þess, hve erfið uppgönguleiðin er. (Sjá efst á næstu síðu). Í baksýn eru Alfsey og Brandur til vinstri, þá Heimaey og Hellisey, og á bak við hana Suðurey.