Tveir eru þeir atburðir í sögu Vestmannaeyja, sem örlagaríkastir verða að teljast, allt frá því er land byggðist, en þeir eru Tyrkjaránið 1627 og eldgosið í Heimaey 1973. Báðir ollu þessir atburðir mikilli röskun á öllu lífi og starfi íbúanna. Nú er oft talað um eldgosið 1973 sem tímatalsviðmiðun, talað um atburði fyrir gos og eftir gos.
Á myndinni að ofan er horft frá Elliðaey til Heimaeyjar fyrir gos. Til vinstri er eldfjallið Helgafell, sem er um 5000 ára gamalt. Milli þess og strandlengjunnar næst eru túnin ofan við Urðir, þar sem eldsprungan opnaðist að morgni 23. janúar 1973. Þá blasir við á myndinni hverfið við Kirkjubæ og sá hluti Vestmannaeyjakaupstaðar, sem síðar hvarf undir hraun og ösku. Til hægri er Ystiklettur. Á myndinni til vinstri er horft yfir Vestmannaeyjakaupstað eftir gos, en myndin er tekin 5. ágúst 1978 ofan af Klifinu. Næst er höfnin, þá bærinn, sem nú hefur verið hreinsaður af gosöskunni, sem yfir lagðist, en við hlið gamla Helgafells er nú risinn nýr granni, eldfjallið Eldfell, og hraunið frá því hefur hulið hluta kaupstaðarins. Aftur er þó atvinnulífið komið í fullan gang og Herjólfur, ferjan nýja milli lands og Eyja, er að koma til hafnar. En lítum nú í sögu Vestmannaeyja fyrir gos. – Vestmannaeyjar koma við sögu landsins strax við landnám. Kunn er sagan um þræla Hjörleifs, fóstbróður Ingólfs Arnarsonar, sem Landnámabók segir að hafi flúið til Vestmannaeyja, líklega um 875, en verið eltir þangað af Ingólfi og hans mönnum og drepnir þar. Síðan heiti eyjar þessar Vestmannaeyjar, því að þrælarnir hafi verið Vestmenn, þ.e. frá Írlandi. Ekki telja fræðimenn þessa frásögn sannsögulega. Allt eins líklegt er talið að nafnið sé þannig til komið, að það hafi verið Vestmenn, þ.e.a.s. norrænir menn, sem búið höfðu á Írlandi, er fyrstir hófu þar fasta búsetu, og það gæti þá átt við Herjólf Bárðarson, sem talinn er hafa numið land í Vestmannaeyjum um 900. Víst er, að Vestmannaeyjar, þ.e. Heimaey, hefur verið í byggð allt frá því seint á landnámsöld. Um fyrstu aldir byggðar í Vestmannaeyjum er fátt eitt vitað. Þó er talið, að áður en Herjólfur Bárðarson byggði þar bæ, hafi bændur úr suðursveitum landsins haft vetursetu á Heimaey, sem þá var verstöð þeirra. Vestmannaeyjar voru í bændaeign fram á 12. öld, en þá keypti þær Magnús Einarsson biskup í Skálholti og hugðist setja þar á stofn munkaklaustur. Svo varð þó ekki, en Vestmannaeyjar voru eign Skálholtsstóls þar til um 1500 að þær urðu konungseign. Á 15. öld hófu Englendingar að stunda fiskveiðar og verslun við Ísland, og þá urðu Vestmannaeyjar eitt helsta athafnasvæði þeirra, og svo var allt fram á miðja 16. Öld. Einn raunalegasti atburður í sögu Vestmannaeyja var Tyrkjaránið svonefnda árið 1627. Þar voru þó ekki Tyrkir að verki, heldur sjóræningjar frá Marokkó. Þeir réðust á land með um 300 manna lið, drápu 36 íbúanna, en tóku með sér 242 karla, konur og börn til að selja sem þræla. „Tyrkir“ drápu annan prestinn, Jón píslarvott Þorsteinsson, en höfðu hinn með sér í þrældóm. Þeir fáu tugir íbúanna, sem eftir lifðu, höfðu bjargast með því að flýja í hamraskúta og hella. Eftir þennan atburð fór í hönd erfltt tímabil í Vestmannaeyjum, með mikilli örbirgð, þrátt fyrir nálæg og fengsæl fiskimið og fuglatekju, og stóð svo lengi. Með nýjum og betri skipum og veiðarfærum fer þó að rofa til um síðir, og þegar vélbátaútgerðin tók við af áraskipunum upp úr 1905, jókst aflinn, afkoma manna batnaði og fólki fjölgaði. Með aukinni útgerð og saltflskverkun jókst líka ýmiss iðnaður tengdur sjávarútvegi. Þá var og unnið að hafnarbótum fyrir aukinn bátaflota. Kreppuárin kring um 1930 urðu þó mörgum erfið. í byrjun síðari heimsstyrjaldarinnar fór fiskverð aftur lækkandi, saltfiskverkun lagðist niður, ísaður fiskur var fluttur út og hraðfrysting hófst. Vestmannaeyjar urðu sérstök sýsla árið 1609. Árið 1787 fengu Vestmannaeyjar kaupstaðaréttindi, en þau féllu niður 1807. Aftur urðu Vestmannaeyjar kaupstaður árið 1918, og þá voru þar búsettir um 2000 manns. íbúar Vestmannaeyja voru um 5200 og allt atvinnulíf stóð með miklum blóma, þegar jörðin rifnaði og eldgos hófst þar aðfaranótt 23. janúar 1973.
Þessi teikning eftir Carl Baagöe af verslunarstaðnum á Heimaey er líklega frá árinu 1878. Myndin sýnir vesturhluta byggðarinnar við höfnina, en í baksýn er Klifið. Langa húsið hœgra megin við miðja mynd er ,,Frydendal, “ eða Vertshúsið, eins og það var kallað eftir 1850. Þar gerðist þá dönsk frú Ane Johanne Ericksen veitinga- kona, en maður hennar hafði drukknað í hákarlalegu 1847. Síðar giftist hún C. V. Roed beyki, og hún var eftir það kunn sem madame Roed. Hún vann brautryðjendastarf í garðrcekt, og kenndi m.a. Vestmannaeyingum að rakta kartöflur.
Að ofan er hringmynd (panorama) frá Heimaey eftir gos. Myndin er tekin í hlíðum Eldfells, nýja eldfjallsins, re’tt ofan við minningarsteininn um séra Jón píslarvotl Þorsteinsson. Hér er Vestmannaeyjakaupstaður að mestu risinn úr öskunni eftir að barinn hefur verið hreinsaður og öskunni ekið í burtu. En hluti bœjarins hvarf undir hraunið, sem er fyrir miðri myndinni. Að baki bæjarins fyrir miðju er Herjólfsdalur, stultur dalur, sem skerst inn í Dalfjall. Herjólfsdalur er reyndar um 10.000 ára gamall eldgígur, sem sjór hefur brotið niður að hluta. Ofan við Friðarhöfn, innst í Vestmannaeyjahöfn, er Klifið. Milli þess og Heimakletts er Eiðið. Utan við Heimaklett og Miðklett er Ystiklettur, en inn á milli þeirra skerst Víkin. Allt frá gamla hafnarmynninu og alveg til hægri á myndinni er nýja hraunið frá Eldfelli. I baksýn sér til lands, en Elliðaey og Bjarnarey eru lengst til hægri.
Fyrir miðju myndarinnar að ofan og á myndinni til vinstri er minningarsleinn sérajóns Þorsleinssonar píslarvotts, en hann var veginn af Tyrkjum 17. júlí 1627. Það var sumarið 1924 að maður var að pæla í kálgarði í Kirkjubæ, á sama stað þar sem áður hafði verið bænahús. Þar kom hann þá niður á tilhöggvinn stein með áletrun á. Eftir þessum steini var gerð nákvæm eftirmynd, sem minningarsteinn um séra Jón píslarvott, og reistur að Kirkjubæ í Vestmannaeyjum, þar sem hann varprestur, og legsteinninn fannst. Þegar hraunstraumurinn nálgaðist Kirkjubæ, var minningarsteininum bjargað úr eldflóðinu. Hann var síðan reistur á nýjum stalli á hrauninu frá Eldfelli yfir staðnum, sem hann stðð á áður, aðeins þykkt hraunsins hærra.
Að neðan eru myndir frá kjarnaborunum í nýja hrauninu frá Eldfelli, meðan gosið ennþá stóð yfir, borturninn er til vinstri og borkjarnar í kassa til hægri. Með því að bora niður í hraunið var hægt að kanna áhrif sjókælingarinnar á stirðnun hraunsins. I ljós kom, að á tiltölulega litlu dýpi var hraunið ennþá rauðglóandi, en verulegur munur var á því, hvort dalt hafði verið sjó til kælingar á staðnum eða ekki. Vegir voru lagðir um glóandi hraunið með jarðýtum til að gera flutninga með vörubílum mögulega, og þeim var haldið við, þótt hraunið skriði áfram. Gosaska var notuð sem einangrandi efsta lag á hraunvegunum.
Í Vestmannaeyjum hefur eftir gos verið reist myndarlegt safnahús, sem auk bókasafns og listasafns geymir hið stórmerka Byggðarsafn Vestmannaeyja. Upphafsmaður þessa safns er Þorsteinn Þ. Víglundsson, fyrrum skólastjóri Gagnfrceðaskólans og sparisjóðsstjóri í Vestmannaeyjum. Hann hóf þar söfnun gamalla minja og muna í kring um 1932, og hélt því starfi áfram í um 46 ár. Nú hafa þessir munir fengið varanlegan sýningarstað í safnabyggingunni í Stakkagerðistúni, en sýningarsalur Byggðarsafns Vestmannaeyja, sem horft er yfir á myndinni til hægri, var vígður 15. apríl 1978. Að ofan er líkan af Skansinum í Vestmannaeyjum árið 1844. Virkið er til vinstri, en verslunarhúsin til hægri. A 15. öld og fram á miðja 16. öld stunduðu Englendingar verslun og fiskveiðar í Vestmannaeyjum. Arið 1552 hófst dönsk einokunarverslun í Vestmannaeyjum, og hófst þá 50 ára tímabil með linnulausum ófriði við Englendinga. Vorið 1586 sendi danska konungsvaldið til Vestmannaeyja liðsforingja í danska hernum til að byggja virki við utanverða höfnina og koma þar fyrir 6 fallbyssum til að verjast ásókn Englendinga til verslunar og aðstöðu til fiskveiða. Virkið kom ekki að gagni í ,, Tyrkjaráninu, “ því að þeir sjóræningjar gengu fyrst á land á sunnanverðri Heimaey. Virkið var endurbyggt á árunum 1630- 1638. Aðneðan er byssafrá ,,Tyrkja“-ráninu, sem fannst í Vestmannaeyjahöfn, en norður-afrísk sjórceningjaskip notuðu þá byssur sem þessa.
Að ofan er loftljósmvnd, sem Landmælingar Íslands tóku 31.3. 1973 af nýja hrauninu, sem kom frá Eldfelli á Heimaey. Þar eru merkt nokkur örnefni, m.a. Skansinn, þar sem virkið stóð áður (sjá bls. 384) en sá staður er nú að mestu horfinn undir hraun. A myndinni eru mörg hús í Vestmannaeyjum ennþá undir gosösku, en voru síðar grafin upp og endurreist. Með hraunkælingu tókst að hindra, að innsiglingin inn í Vestmannaeyjahöfn lokaðist, en höfnin ernú verulega betri en áður var, þvíað langurfjörður er kominn utan við hafnarmynnið, þar sem áður gat verið brimasamt.
Eldgosið á austanverðri Heimaey, sem hófst um kl. 1:55 aðfaranótt 23. janúar 1973, kom öllum mjög á óvart og fyrirvaralaust. Reyndar höfðu menn orðið varir við væga jarðskjálftakippi á Heimaey frá því kl. 10 kvöldið áður, en snarpur kippur kom ekki fyrr en kl. 1:40, rétt áður en eldgosið hófst. Þá rifnaði jörðin í aðeins 200 metra fjarlægð frá Kirkjubæjunum og austustu byggð Heimaeyjar. Sjónarvottar í þessum húsum sögðu upphafið hafa verið einna líkast sinubruna, þegar eldurinn kom fyrst upp á litlu svæði í túninu, en svo rifnaði jörðin í báðar áttir frá þessum stað, og brátt hafði opnast 1600 m löng gossprunga, frá flugvallarenda á miðri háeynni og norður gegn um Urðir og í sjó fram í átt til innsiglingarinnar við Ystaklett. Aldrei í Islandssögunni hefur eldgos hafist svo nærri þéttbýli eins og í þessu gosi. – Myndin til hægri að ofan er tekin við Kirkjubæina að morgni dags 23. janúar 1973, skömmu eftir að gosið hófst, og áður en birti af degi. Framan við Kirkjubæinn er minningarsteinn Jóns píslarvotts, en í baksýn eldsprungan, ein sígjósandi samfelld gígaröð í túnfætinum. Myndin að neðan er líka tekin að morgni 23. janúar 1973 áður en birti. Þar er eldsprungan aðbakihúsahverfisins við Kirkjubæina, séð frá Skansinum. Hér er gosið orðin órofin röð kvikustróka eftir endilangri 1600 m langri sprungunni, einn samfelldur eldveggur. Strax fór hraun að renna undan hallanum og myndaði hrauná í sjó fram. Fólkið í austurhluta bæjarins vaknaði við gosdrunurnar, og brá skjðtt við, er það sá eldgosið, klæddist og tilkynnti lögreglu og næstu nágrönnum. Svo vel vildi til, að fiskiskipafloti Vestmannaeyja var allur í höfn. Landlega var vegna óveðurs daginn áður. Fólk fór niður að höfn, og var flest flutt þaðan með fiskiskipunum til Þorlákshafnar, en um 300 manns fóru með flugvélum til Reykjavíkur. Þessir miklu fólksflutningar um 5000 manna gengu sérlega vel, og að morgni sama dags mátti heita að þeim væri lokið. Eftir í Heimaey voru aðeins þeir, sem höfðu skyldustörfum að gegna þar, alls um 200-300 manns. Veður vargott að morgni fyrsta gosdagsins, en þungur sjór og margir sjóveikir á leiðinni til lands. Frá Þorlákshöfn var ekið með fólkið til Reykjavíkur í langferðabílum.
Að ofan til vinstri er horft úr hlíðum Helgafells fyrir gos yfir Kirkjuhajarhverfið, austasta hluta hyggðarinnar á Heimaey, og túnin þar sem eldsprungan opnaðist að morgni 23. janúar 1973. Strandlengjan austan og neðan við Kirkjubæ heitir Urðir, og þar stóð Urðarvitinn. Til vinstri á myndinni er Ystiklettur, og innsiglingin inn í Veslmannaeyjahöfn. Til hægri á myndinni er Elliðaey og í haksýn er suðurströnd Íslands, Hekla og Eyjafjallajökull. Myndin að ofan til hægri er tekin á fyrsta degi gossins frá sama stað og hin myndin. Hér eru lúnin orðin svört af gosösku, og eldsprungan nær í sjó fram. Elliðaey sést bak við gosmökkinn til hægri. Öll þau hús, sem sjást á þessari mynd hurfu síðan undir hraun, og þykkt þess yfir Kirkjubæ er nú um 100 m (sjá bls. 382). Myndin að neðan til vinstri er tekin fyrsta gosdaginn við Kirkjubæjarhverfið. Hér erfarin að hlaðast upp gígaröð eftir sprungunni endilangri. Í baksýn eru Elliðaey og Bjarnarey, bak við gosmökkinn til hægri. Að neðan til hægri sést hvernig gossprungan náði út í sjó við Urðir. Eldur er í sprungunni allri, en þar sem sjórinn nær að komast að kvikunni, splundrast hún og verður að gjalli. Bak við gosgufumökkinn mótar fyrir Bjarnarey. Á myndinni á síðunni til hægri er horft niður eftir eldsprungunni að morgni fyrsta gosdagsins, eftir að birti af degi, og sól skín á efri hluta gosmakkarins, en eldgígaröðin er í skugga. Gígbarmurinn á miðri sprungunni er hér að skríða til hliðar, undan þrýstingi frá glóandi hraunkvikunni í gígskálinni. Elliðaey er í baksýn.
Mikið annríki var í höfninni í Vestmannaeyjum í upphafi eldgossins. Húsgögn, heimilistæki og munir var flutt með fiskiskipum og flutningaskipum til meginlandsins til geymslu meðan gosið stóð (myndin til vinstri). Að ofan er horft af Helgafelli yfir hafnarmynnið, Heimaklett og Ystaklett, 19. febrúar 1973. Þá hafði hraunið þegar farið yfir austari hluta bæjarins, en frá 18. mars til 4. apríl runnu hrauntungur til NV yfir bæinn og stöðvuðust þá loks við Fiskiðjuna við höfnina. Að neðan til vinstri er Urðavitinn, sem fór undir hraun strax í upphafi gossins, og að neðan rennur hraun til sjávaryfir Urðir. Á myndinni á hægri síðu er hraunelfa á leið til sjávar. Þama var hægt að standa á stirnaðri hraunbrú yfir eldána og taka mynd þar sem ncer 1200° C heitt hraunið kom út undan fótum manns.
Þegar eldgosið var mest, þeyttust glóandi hraunslettur langar leiðir yfir bæinn. Þá kviknaði eldur í húsum, ef slíkar eldsprengjur fóru inn um glugga húsanna. Hér til vinstri er veglegt gamalt hús að brenna 28. janúar 1973. Glóandi hraunsletturnar fljúga hátt í loft upp, og rigndi einnig yfir þann stað, þar sem þessi mynd var tekin. Þegar verst lét, var ekki um annað að gera en að forða sér og myndavélinni í skjól bak við húsvegg. Þegar hnefastórir hnullungar lentu á höfuð- hjálmi splundruðust þeir, og þá kom glóðin í ljós innaní, þótt steinninn væri orðinn svartur að utan eftir langa leið í lofti.
Þar sem ljós er í gluggum húsa, eru íbúar víða að taka saman verðmætustu eigur sínar til að bjarga þeim og flytja í land. Myndin að ofan er tekin 23. mars 1973 að kvöldi dags, úr hlíðum Klifsins, yfir höfnina, þar sem fiskiskip landa loðnu, og loðnubræðslan er í fullum gangi að skapa verðmæti, þótt Eldfell spúi eldi yfir umhverfið. Hér hefur sprungugosið dregist saman og eldgosið er nú farið að hlaða upp eldfjall (Eldfell) á því sem næst miðri sprungunni.
Að kvöldi 22. mars skreið um 300 m breið hrauntunga nær 150 m leið inn yfir bæinn. Þá og næstu daga fram til 4. apríl fóru um 200 hús undir hraun. Hraunið braut á leið sinni niður rammger steinhús, og kveikti í timburhúsum, sem það stundum ýtti á undan sér. Hér efst á þessari opnu eru fjórar myndir teknar af sama húsinu, frá því að hraunjaðarinn kveikti í því, og þar til það var orðið brunarúst. Til vinstri eru húsarústir við hraunjaðarinn og lengst til hægri hefur hraunið kveikt í ennþá einu húsinu við hraunbrún. Allan þann ríma, sem eldgosið stóð íHeimaey, var rafmagn til nauðsynlegra nota í bœnum. Sœrafstrengurinn, sem flutti rafmagn úr landi, slitnaði reyndar við eldsumbrot á botni sjávar við Ystaklett 6. febrúar 1973, en 4000 KW díselrafstöð í bænum tók þá við raforkuframleiðslu, þar til rafslöðin sjálf fór undir hraun 25. mars. Eftir það sá lítil rafstöð ífiskimjölsverksmiðjunni við vesturhöfnina fyrir rafmagni. Stærri vatnsleiðslan, sem flutti vatn úr landi, slilnaði líka um leið og rafstrengurinn frá landi, en grennri vatnsleiðslan rofnaði ekki, og flutti því vatn áfram til Heimaeyjar.
Myndir á íslenskum frímerkjum eru oft landkynning eða til minningar um atburði í sögu lands og þjóðar. Þetta frímerkifrá jarðeldunum á Heimaey 1973 er með Ijósmynd bókarhöfundar, sem tekin var úr hlíðum Klifsins 23. mars 1973. Horft er yfir höfnina til Eldfells og Helgafells.
A myndinni til vinstri gnæfir Eldfellið nýja yfir húsum Vestmannaeyjakaupstaðar. Þótt gosaskan hafi hér 17. febrúar 1973 hulið hluta bœjarins þá standa þessi reisulegu íbúðarhús ennþá óskemmd. Á neðri myndini, sem tekin er af sömu húsum 23. mars 1973, er hraunjaðarinn farinn að ryðja þeim í rúst. Þannig ýtti hraunskriðið húsunum á undan sér, en braut þau síðan og stundum kveikti hraunhitinn íþeim. Að neðan eru siðustu hús þeirrar byggðar, sem áður stóð við Skansinn, að hverfa undir hraunið, sem ryðst fram og ýtir húsunum á undan sér. Á myndinni til hægri er horft úr bænum til Eldfells 28. janúar 1973.
Flugmyndin til vinstri er tekin yfir Heimaey 7. apríl 1973. Hraun hafði þá runnið yfir austasta hluta bæjarins. Snemma í gosinu var reynt að verja bæinn með því að ryðja upp varnargörðum úr gjalli, og dæla sjó með brunadtelum á hraunjaðarinn við varnargarðana til að kæla hraunið og hindra með því framrás þess. Þetta virtist hafa nokkur áhrif, en vatnsmagnið var of lítið og ekki var þá hcegt að leiða kcelivatnið inn á hraunið. Þegar hraunið í lok febrúar lagðist upp að hafnargarðinum við innsiglinguna, var dæluskipið Sandey fengið 1. mars til að dæla sjó upp á hraunið. Í lok mars voru svo settar upp 43 dælur, sem fengnar höfðu verið frá Bandaríkjunum. Afköst þeirra voru 800-1000 l/sek, og lyftihæðin um 100 m í 1000 m löngum rörum. Eftir það var hægt að kæla með sjð inn á hraunið. Alls var í eldgosinu dælt um 6,2 milljónum tonna af sjó inn á hraunið til kælingar, og boranir á fimm holum sýndu, að kælingin hafði haft veruleg áhrif á stirðnun hraunsins og þar með framrás þess. Um 220 þúsund tonn af salti voru í þeim sjó, sem dælt var á hraunið. Að ofan eru dælurnar á Básaskersbryggju í Vestmannaeyjahöfn, og að neðan dregur jarðýta tvær lengjur af plaströrum, sem reyndust best við dælinguna, inn á skríðandi hraunið. Að ofan til hægri er dælt sjó á hraunbrúnina við innsiglinguna, og að neðan til hægri sjást nokkrar leiðslur í hrauninu og gufumekkirnir frá hraunkælingunni.
Fyrir gos gnæfði þessi fánastangarhúnn yfir einbýlishúsi, en hér stendur hann einn upp úr svarlri gosöskunni. Undir þessum hæðum og hólum eru íbúðarhús grafin undir margra metra þykku öskulagi. – Strax að gosi loknu var hafist handa við aðgrafa Vestmannaeyjakaupstað úr öskunni og hreinsa bæinn, nema þar sem hús höfðu farið undir hraun. Að ofan er unnið við að grafa upp kirkjugarðinn. Til hægri er verið að grafa upp úr öskunni húsin við Helgafellsbraut. Að neðan til hægri kemur Helgafellsbraut 21 undan sjóðheitri öskunni, og að neðan vinnur öll fjölskyldan við að hreinsa öskuna af grasflöt heimilisins. Enn rýkur úr Eldfelli í baksýn, og ekki er búið að fjarlægja bárujámsplötur frá þeim gluggum hússins, sem vita að eldfjallinu. Þannig voru gluggar varðir gegn glóandi loflsteinum frá eldgosinu, en þeir kveiktu í mörgum húsum, þegar þeir þeyttust inn um glugga.
Að ofan til vinstri má sjá hvernig hraunið stöðvaðist og lagðist upp að Fiskiðjunni við Strandveg niðri við höfnina, og braut hluta hússins. Síðar var þessi hraunjaðar fjarlagður af Strandvegi. Að neðan til vinstri er hluti húss, sem hraunið hefur brotið niður og ýtt á undan sér. Til hægri er horft yfir gosöskuhulið bæjarhverfi í Vestmannaeyjum. Aðeins reykháfar húsanna standa upp úr öskunni. Aðofan er mynd af húsinu, sem næst er á myndinni til hagri, eftir að það hefur að mestu leyti veriðgrafið úr öskunni. Að neðan sést hlutiafhraun- hitaveituframkvæmdum. Þessi hitaveita nýtir hita nýja hraunsins með því að dæla vatni í hringrás um bæinn og í gegn um rör, sem grafin eru niður á hraunið, en einangruð ofan frá. Aætlað er að hitinn í hrauninu rnuni endast í 15-20 ár til að hita Vestmannaeyjakaupstað.
,,Ég lifi og þér munuð lifa“ stendur á kirkjugarðshliðinu í Vestmannaeyjum. Þetta voru mörgum hugstæð orð á meðan Eldfell spúði ösku og glóandi hrauni yfir byggðina, eins og sjá má á myndinni til vinstri. Þar er Eldfellið gjósandi i baksýn, og grafreitir kirkjugarðsins huldir svartri gjósku. En orðin á kirkjugarðsboganum urðu sannmæli. Aðofan hefur kirkjugarðurinn verið hreinsaður, og högg- mynd Einars Jónssonar: ,,Alda aldanna” er risin vestan við kirkju- garðinn. Að neðan er ný sundhöll Vestmannaeyja, sem reist var eftir gos fyrir gjafafé, í stað sundlaugarinnar við Skansinn, sem fór undir hraun.
Vissulega er þessi mynd fjarstæðukennd, en þó sönn. Hraunjaðarinn hefur stöðvast við gangstéttarbrún. Húsin við götuna eru horfin undir hraun, en Ijósastaurinn stendur enn við götubrún, einmana og að því er virðist í algeru tilgangsleysi, nema þá sem minnisvarði um það, að hér voru eitt sinn byggð ból, heimili athafnasamra Vestmannaeyinga, þar til jörðin rifnaði og tók að spúa eldi og ösku.
Þessi engilmynd stendur á leiði í kirkjugarðinum í Vestmannaeyjum. Þar náði gosaskan í hné á likneskinu áður en hreinsun bæjarins hðfst. A myndinni til hagri, sem tekin er að lokinni hreinsun kirkjugarðsins, má sjá hve þykkt öskulagið hefur verið á þessum stað. Engillinn stendur á leiði Theodóru Þ. Jónsdóttur frá Garði í Vestmannaeyjum, sem andaðist 22 ára gömul (f. 26. des. 1906, d. 16. maí 1928) dóttir hjónanna Jóns Hinrikssonar og Ingibjargar M. Theodórsdóttur að Garði, sem einnig hvíla í sama reit. Í baksýn er Landakirkja.
Vestmannaeyjahöfn breyttist mikið og batnaði raunar við eldgosið í Heimaey. Innsiglingin nú er eins og fjörður, og hafnargarðarnir, sem áður vörðu höfnina verstu brimum, eru nú komnir í var í öllum áttum. Talið er að hraunkælingin hafi átt verulegan þátt í því, að hraunið náði ekki að loka höfn- inni alveg. Myndin til vinstri er tekin í nýja hrauninu gegnt Heimakletti. Herjólfur, ferjan milli Þorlákshafnar og Veslmannaeyja, er á útleið, en í baksýn er höfnin og Klifið. I nýja hrauninu hafa myndast sendnar víkur og vogar á milli hraunnesja. Að ofan til hœgri siglir Herjólfur út um nýja hafnarmynnið, á milli Ystakletts og hraunsins, en í baksýn er Elliðaey. Að neðan til hægri er Þórsminnismerkið, sem reist var eftir gos til minningar um fyrsta björgunar- og varðskip Vestmannaeyja, innan við Friðarhöfn neðan Klifsins. Í baksýn eru fiskiskip í Friðarhöfn, og Heimaklettur.
Hér er útsýni ofan af Klifi. Nœst er Eiðið, sjávarkambur, sem tengir saman Klifið og Heimaklett, fyrir miðri mynd. Til vinstri er Faxasker og í baksýn Eyjafjallajökull. Til hægri er nýja hraunið og hafnarmynnið, eins og það er orðið eftir gos. Bak við Heimaklett sést hluti af Elliðaey og Bjarnarey.
Vestmannaeyjar rísa sabrattar úr hafi. Austast (hér til vinstri) eru Elliðaey og Bjarnarey. Þá er Ystiklettur og Heimaklettur. Yfir Eiðið sést Helgafell, en til hagri við það er Klifið og nokkrar úteyjar.
Heimaey er eina eyjan af 15 í Vestmannaeyjum, sem verið hefur í byggð. Sker og drangar eru auk þess taldir vera þar um þrjátíu. Uteyjar, eins og allar eyjamar aðrar en Heimaey eru nefndar, eru heill heimur út af fyrir sig. Þær eru flestar eða allar snarbratlar í sjó fram, gerðar úr móbergi í mörgum eldgosum. Uteyjar eru flestar grasi grónar að ofan, þótt sumar séu allbrattar efra. Eggjataka og fuglaveiðar hafa alla tíð verið stundaðar í Vestmannaeyjum, einkan- lega lundaveiði og er svo enn. I stærri úteyjum eru víða hús eða kofar (ból) veiðimanna, og oft er þar fjölmennt á sumrum ogglatt á hjalla. I sumum úteyjum þarf að velja daga til lendingar, þegar kyrrt er í sjóinn, og eftir að komið er í land á steðja eða stalli, þarf víða að klifra snarbratt móbergið til að kornast upp á eyna. Í mörgum þeirra eru þó handfestar, tó eða keðjur, og boltar í móberginu, sem auðvelda mjög uppgöngu. Til vinstri er mynd úr Hellisey. Lendingarstaður er neðst til vinstri, og þaðan liggur gönguleiðin eftir hallandi móbergsslögum upp að húsinu, sem er ofarlega til hægri. Tveir menn erti á þessari gönguleið á myndinni. Í baksýn er Brandur og Álfsey. Að ofan er horftfrá Hellisey til Súlnaskers (til vinstri) og Geldungs. Gúmmíbátur kemur í heimsókn til Helliseyjar, en sjávarkletturinn undir nefinu er annar lendingarstaður i Hellisey. Frá þessum steðja er uppgönguleiðin bak við nqfið sem næst er. Myndin til hægri er tekin í Elliðaey. Þar eru sigmenn við eggjatöku í bjarginu.
Þessi mynd er tekin af langvíubyggð uppi á Geldungi. Þar situr langvía og hringvía (afbrigði af langvíu) svo þétt, að varla verður þverfótað fyrir fugli, sem er þarna sérlega spakur, enda fær hann sjaldan heimsóknir afmönnum vegna þess, hve erfið uppgönguleiðin er. (Sjá efst á næstu síðu). Í baksýn eru Álfsey og Brandur til vinstri, þá Heimaey og Hellisey, og á bak við hana Suðurey.