Auðvitað þarf að gæta að færð og veðri þegar lagt er á stað úr Reykjavík á þessum árstíma. Í gær var meira og minna lokað hringinn í kringum Ísland, en það var fært suður á Reykjanes úr höfuðborginni. Suðurstrandarvegur (vegur 427), milli Grindavíkur og Þorlákshafnar var lokaður, en Keflavíkurvegurinn, (vegur 41) var opinn, enda tengir hann höfuðborgarsvæðið við Alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Það var brjálað rok, gekk á með dimmum éljum, alveg frábært veður til að taka vetrarmyndir. Næstu daga verður skaplegt veður um allt land, þó nokkur snjókoma fyrir norðan og austan, en ekki bálhvasst eins og hefur verið undanfarna dag.
Reykjanes 07/02/2022 14:44-15:31 – A7R III : FE 1.4/85mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson