‘Vetrarsólhvörf í Hafnarfirði’

Verkið ‘Vetrarsólhvörf í Hafnarfirði’ eftir Ásgrím Jónsson er nú til sýnis á sýningunni ‘Hafnarfjörður’ í Hafnarborg. Verkið málaði hann i kringum 1930. Hann málaði fleiri verk frá sama sjónarhorni en vetrar myndir voru fágætar í íslenskri myndlist á þessum tíma. Í verkinu endurkastast skammdegissólin af snæviþöktu landslagi og sjá má skip á leið til hafnar.

21. desember eru vetrarsólstöður. Á höfuðborgarsvæðinu nýtur fullrar dagsbirtu í aðeins 4 klukkustundir og 7 mínútur í dag en á morgun tekur svo daginn aftur að lengja.