Raufarhöfn, norður á Melrakkasléttu er nyrstur allra þéttbýlisstaða á Íslandi, örfáum kílómetrum sunnan við heimskautsbaug. Í þessu 200 manna sjávarþorpi er höfnin lífæðin, og Heimskautsgerðið á Melrakkaási rétt norðan við þorpið, er það sem dregur að fjölda erlendra ferðamanna alla leið þangað, á hjara veraldar. Heimskautsgerðið er 50 metra hringur, með fjórum sex metra háum hliðum sem vísa til höfuðáttanna. Í miðjunni er 10 metra há súla. Það eru áform um að skreyta miðjuna kristaltoppi sem brýtur sólarljósið, og varpar því um allt gerðið. Hugmynd af Heimskautsgerðinu átti Erling B. Thoroddsen (1949-2015) um hvernig mætti nýta endalausa víðáttu Melrakkasléttu, endalausa miðnætursólina og sérstaka vetrarbirtuna, með því að fara aftur í tímann og nota sagnaheim Völuspár og Snorra Eddu. Það er engin svikin að heimsækja Raufarhöfn.

Heimskautsgerðið á Melrakkaási. Til að átta sig á stærðinni má sjá ferðafólk lengst til hægri

Raufarhöfn er fallegur, sérstakur bær, sem tekur vel á móti ferðalöngum

Harðbakur rétt norðan við Raufarhöfn, nyrsta íbúðarhús landsins

Er Pallabrekka í miðjum miðbæ Raufarhafnar, fallegasta brekka landsins?

Höfnin og kirkjan á Raufarhöfn

Melrakkaslétta: 07/07/2022 : A7C, RX1R II : FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mm Z

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson