Líklega er það besta við að búa á Íslandi hve örstutt er í náttúruna. Það þarf ekki að fara langt frá höfuðborgarsvæðinu til að komast í nána snertingu við ósnortna náttúru, landið sjálft. Bara örstutt. Milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, í gegnum Garðabæ og Kópavog liggur vegur 410, í útjaðri byggðar. Þar eru önnur landamæri, vegur sem kyssir bæði Heiðmörk, Rúpnahæð og Vífilstaðavatn. Í friðlandi náttúrunnar, en bara steinkast frá byggð. Icelandic Times tók bíltúr til að fanga stemminguna á þessum fallega, en fáfarna vegi, upplifa þegar vetur konungur er mættur á svæðið, komin hálka og vetrarsólin gleður mann og annan. Hálkan hvarf eins og dögg fyrir sólu síðdegis.
Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 07/11/2023 – A7C, A7R IV : FE 1.4/24mm GM, FE 1.2/50mm GM