Við viljum fá alla í lið með okkur

Verður Ísland fyrsta land í heimi til að rafbílavæðast að fullu?

EVEN – fyrstu orkupóstarnir til að hlaða rafbíla eru komnir til landsins. Póstarnir koma frá þýska fyrirtækinu RWE sem er fremstir í hleðslulausnum í Evrópu og margverðlaunað. Um er að ræða þrjár gerðir pósta; orkupóst til að nota heima (sem eingöngu bíleigandinn hefur aðgang að; áskriftar-hleðslupósta til að setja upp við fyrirtæki og stofnanir (sem áskrifendur hafa aðgang að) og hraðhleðslustöðvar sem settar verða um land allt, til dæmis við bensínstöðvar (fyrir áskrifendur, en einnig verður hægt að kaupa rafmagn með kreditkorti eða farsíma).

IMG_3711Gísli Gíslason hjá EVEN sem flytur orkupóstana inn segir það markmið fyrirtækisins að sem flestir Íslendingar geti átt val um að fá sér rafmagnsbíl, sem fyrst. En til þess að af því verði þurfi þrennt að koma til: Í fyrsta lagi, þurfi allir rafbílaeigendur að eiga aðgang að rafmagni fyrir bílana. Í öðru lagi, þurfi þarf að vera til nægilegt magn af rafbílum á markaðinum og á samkeppnishæfu verði (við bensínbílana) og í þriðja lagi, þurfi að hugarfar almennings að breytast – en þó ekki síður, hugarfar stjórnvalda og stjórnenda stórfyrirtækja. „Það er engin spurning að rafmagnsbílar eru framtíðin. Það er alveg út í hött að stinga hausnum í sandinn og afneita því,“ segir Gísli. Það er hins vegar á okkar valdi hversu fljótt þetta gerist. Við getum tekið forustuna, en við getum líka treyst á aðra og fylgt straumnum.

_MG_4293Hvers vegna að flytja inn orku

Gísli segir eigendur og starfsmenn Northern Lights Energy og EVEN hafi eytt allri sinni orku síðastliðin fjögur ár í að ganga á milli stjórnvalda, ríkis, borgar og sveitarfélaga til þess að tala máli þess að Ísland verði fyrsta land í heimi til að gera rafbílavæðinguna mögulega um allt land. Einnig orkusölufyrirtæki – og aðra bílainnflytjendur. „Við flytjum inn rafbíla og hleðslulausnir í gegnum fyrirtæki okkar, EVEN – en við höfum engan áhuga á að standa einir að þessu. Við viljum fá alla með okkur“.

Ef við lítum á staðreyndir, þá dygði ein túrbína í Kárahnjúkavirkjun til að knýja áfram allan bílaflota landsmanna. Það liggur í augum uppi að það er mikill gjaldeyrissparnaður fyrir ríkiskassann að kaupa rafmagn á bílaflotann í stað þess að sigla einu risaolíuflutningaskipi í mánuði hingað til lands og slíta svo þjóðvegunum með því að keyra olíu og bensín um allt landið. Við eigum umhverfisvænustu og ódýrustu orku í heimi. Hvers vegna erum við ekki að nýta hana í okkar þágu? Hvers vegna flytjum við Íslendingar inn orku?“

Það sem helst hefur staðið rafbílavæðingunni fyrir þrifum eru takmarkaðir hleðslumöguleikar og skortur á bílum. „Við byrjuðum að leggja inn pantanir fyrir rafbíla árið 2009, en fyrstu bílarnir komu til landsins núna í nóvember og desember. Við fáum síðan fleiri bíla á næsta ári. Hvað orkupóstana varðar, þá vildum við vera vissir um að við værum með besta kostinn sem í boði er og fundum hann hjá þessu þýska fyrirtæki. Það er okkar von að Ísland beri gæfu til að setja upp eina tegund af orkupóstum en falli ekki í sama pyttinn og Norðmenn. Í Noregi fóru mörg fyrirtæki af stað og byrjuðu að setja upp orkupósta án nokkurs samráðs og nú þegar er búið að setja upp um 5.000 orkupósta í Noregi. Vandamálið er að rafbílaeigendur í Noregi þurfa að vera með áskrift hjá mörgum fyrirtækjum til að geta hlaðið bílana sína skammlaust í Osló.“ Þar sem við erum að stíga fyrstu skrefin á Íslandi og erum eingöngu með um 15 rafbíla á landinu og enga orkupósta, þá er sögulegt tækifæri til að gera þetta rétt hér á landi með því að sameinast um eina lausn fyrir alla rafbílaeigendur.

_MG_4286Öryggi orkupóstanna

Þegar Gísli er beðinn að útskýra hvernig orkupóstarnir virka, segir hann: Við ætlum að láta heimastöð fylgja hverjum einasta bíl frá okkur, vegna þess að hleðslan í gegnum þessar stöðvar er miklu öruggari en venjulegar heimilisinnstungu. Heimastöðin getur verið hvort heldur inni eða úti og þolir öll veður.

Hún gefur ekki straum nema bíll sé í sambandi við hana. Það er ekki er hægt að taka hann úr sambandi á meðan hleðslan er í gangi. Tengillinn er óvirkur ef ekki er snúra í samandi þannig að það er ekki hægt að fá straum úr henni. Öruggið er því mikið. Hraðhleðslustöðvarnar stefnum við á að setja upp á næsta ári, fyrir utan stórmarkaði eða við bensínstöðvar – um allt land. Þessar orkustöðvar geta hlaðið rafbílana á 15-30 mínútum.

Orkupóstarnir nota meiri orku en venjulegar innstungur (380V), þannig að hleðslan er í flestum tilfellum tvöfalt hraðari en ef hlaðið er í gegnum venjulega innstungu.“

Áskriftarleið

Þegar Gísli er beðinn að taka dæmi um hleðslukostnaði neytandans, setur hann upp dæmi um einstakling sem keyrir 20.000 km á ári. „Segjum t.d. að hann borgi 8.000 krónur á mánuði í áskrift.  Áskriftin innifelur alla orkunotkun bílsins, en einnig yrði settur upp orkupóstur heima hjá honum og hann hefði aðgang að öllum orkupóstum EVEN hvar sem þeir finnast á landinu en hann gæti auk þess nýtt sér hraðhleðslustöðvarnar og hlaðið bílinn á 15-30 mínútum.“

Aðgangur að orkunni er einnig einfaldur, því orkupóstarnir þekkja bílinn um leið og honum er stungið í samband og vita hve mikla orku og hversu hratt hver bíll getur tekið inn á sig. Það eina sem áskrifandinn þarf að gera er að stinga í samband.

Það er auðvitað líka hægt að nýta hraðhleðslustöðvarnar þótt menn séu ekki í áskrift. Þá getur rafbílaeigandinn notað greiðslukortið eða farsímann – það yrði bara dýrara fyrir þann sem ekki er í áskrift þar sem hann er ekki að greiða niður kostnaðinn við hraðhleðslustöðvarnar með áskriftargaldinu og þarf því að greiða hærra gjald í þau skipti sem hann notar kerfið.

_MG_4289Stórt umhverfisverndarátak

Þegar Gísli er spurður hvernig gangi að fá orkusölufyrirtækin með, segir hann: „Þetta er mjög nýtt fyrir alla. Þau eru að skoða dæmið þessa dagana. Vonandi koma þau í lið með okkur vegna þess að þetta er ekki neitt smáræðis umhverfisverndarátak – sem öll þjóðin á kost á að taka þátt í. Við erum öll á bíl hér, við þurfum að endurnýja þá. Núna eru rafmagnsbílar á verði sem er sambærilegt bensínbílum og við eigum að geta valið það sem hentar okkur. Hvað orkufyrirtækin varðar, þá er það versta sem gæti gerst hér, að allir ætluðu sér að fara að flytja inn sína staura. Þá lendum við í því sama og Norðmenn. Best væri að við hefðum eitt dreifikerfi sem allir geta selt orkuna í gegnum.“

Reynslan erlendis frá sýnir að áttatíu til níutíu prósent rafbílaeigenda hlaða bílinn heima hjá sér yfir nóttina. „Ísland framleiðir orku allan sólarhringinn, túrbínurnar í gufuaflsvirkjuninni á Hellisheiði snúast hvort sem verið er að nota orkuna eða ekki. Staðreyndin er sú að við notum lítið af henni um nætur,“ segir Gísli. „Engu að síður er mikilvægt að vera með sýnilegar hleðslustöðvar um allt land til að fólki finnist það öruggt um að fá orku á bílinn sinn hvert sem það er að ferðast. Við eigum næga orku. Þótt hingað kæmu allt í einu 50.000 rafbílar, myndi það ekki breyta neinu.“

Nissan-Leaf-2011-widescreen-30Tesla_Model_S_Indoors_trimmedFáránlega ódýrt

„Síðan erum við með eitt besta dreifikerfi í Evrópu og það eina sem hefur vantað upp á að dreifa rafmagninu á bílana er orkupósturinn – og nú er hann kominn.“ Þegar Gísla er bent á að eitthvað muni það kosta að setja upp heildarkerfi fyrir allt landið, segir hann þann kostnað vera afstæðan. „Við höfum látið reikna þetta allt út fyrir okkur. Þessi samgöngubót myndi kosta svipað og að byggja eina brú yfir litla á fyrir vestan, um 360 milljónir. Það er nú allt og sumt – og allir landsmenn myndu njóta góðs af. Allir gætu hlaðið bílana sína án nokkurra vandamála. Þetta er eiginlega fáránlega ódýrt.“