Nýverið komu út fjórar fallegar ljósmyndabækur sem eru hluti af bókaflokkinum Wild Iceland eftir ljósmyndarann Rafn Sig,-. Bókaflokkurinn samanstendur í allt af átta bókum í vasabroti. Hver og ein þeirra einblínir á brot af því besta úr tilkomumikilli náttúru í einstökum hlutum Íslands en fyrstu fjórar bækurnar innihalda ljósmyndir frá Suðurlandi, Suðvesturlandi, Reykjavík og Vesturlandi.
Ljósmyndarinn, Rafn Sig,- hefur einbeitt sér að náttúru Íslands síðan hann var ungur strákur. Wild Iceland bækurnar sýna brot af bestu verkum hans frá síðastliðnum 30 árum.
Hver bók er á stærð við stórt póstkort full af einstökum myndum frá hinu stórbrotna landi íss og elda. Fallegar og eigulegar bækur með einstakri sýn af Íslandi. Tungumál aftan á bókunum eru enska, danska, þýska og franska.
Útgefandi er NB forlag.

books

portrate2

 

LJÓSMYNDARINN

Ljósmyndarinn Rafn Sig,- er þekktur fyrir einstakar ljósmyndir af náttúru Íslands í sinni stórbrotnustu mynd en verk hans hafa birts víða um heim. Ástríða hans á landslagi nær frá mikilfenglegum tindum til fíngerða blóma en ávallt með ótaminni náttúru að leiðarljósi. Síðan hann var ungur strákur hefur hann verið sífellt á flandri um láglendi og hálendi Íslands og því velkunnugur bæði þekktum og lítt þekktum perlum landsins
Rafn Sig.- rekur ljósmyndasíðuna IceStockPhotos.com, auk þess sem hann vinnur að ýmsum ljósmyndaverkum og sem leiðsögumaður. Sjá meira um Rafn Sig.- á www.islandsmyndir.is

 [easymedia-fotorama med=“30775″]

Allar nánari upplýsingar veita:

Björk Harðardóttir
Sími: 894 8667
bjork@nordicgames

og

Guðjón Guðmundsson
Sími: 896 8888
[email protected]