Yfirlitssýning á verkum Þormóðar Karlssonar

7.- 30. ágúst  2015 – 29.desember1958 – 02. mars 2000

Föstudaginn 7. ágúst klukkan 17 verður opnuð í Listasafni ASÍ yfirlitssýning á verkum  Þormóðar Karlssonar.


Þormóður stundaði nám í San Francisco á níunda áratug síðustu aldar og átti afar stuttan en afkastamikinn feril í Bandaríkjunum. Fólskuleg líkamsárás batt enda á feril hans í myndlist og hann sneri aftur til Íslands á tíunda áratugnum.
Á þessari yfirlitssýningu verða fáein verk sem listamaðurinn gerði í Kaupmannahöfn áður en hann flutti til Vesturstrandar Bandaríkjanna ásamt olíumálverkum í Ásmundarsal frá San Franscisco árunum og minni verkum í  Gryfju frá San Francisco og fáeinum litlum verkum sem Þormóður gerði eftir að hann sneri aftur til Íslands.

Sýningin stendur til 29. mars og safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17. Aðgangur er ókeypis.

Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41, 101 Reykjavík, s. 511 5353, www.listasafnasi.is, [email protected]