Hafmeyja Nínu Sæmundssonar

Leiðsögn og umræður: Ég er í molum
Sunnudag 2. apríl kl. 14.00 við Tjörnina í Reykjavík
og kl. 15.00 í Hafnarhúsi

„Við gerum okkur ljóst, að verknaður sem þessi samrýmist ekki þjóðfélagslegum reglum Íslendinga, en við bendum á, að þetta var neyðarráðstöfun, sem gripið var til, er öll önnur sund voru lokuð.“

Listfræðinemar við Háskóla Íslands og myndlistarnemar við Listaháskóla Íslands standa fyrir viðburði tengdum Hafmeyju Nínu Sæmundsson sem stendur í Tjörninni í Reykjavík. Hafmeyjan sem stendur í Tjörninni í dag er ekki hin sama og sú sem upprunalega var sett þar árið 1959 en fyrri styttan var sprengd á nýársnótt er árið 1960 var nýgengið í garð. Ofangreindur texti er hluti úr bréfi sem Alþýðublaðið fékk sent frá gerendunum örfáum dögum eftir verknaðinn.

Viðburðurinn 2. apríl mun varpa ljósi á Hafmeyjuna með kynningu á sögu hennar og listakonunni Nínu Sæmundsson, með gjörningi, pallborðsumræðum og fleiru. Listfræði- og myndlistarnemarnir vinna að því að því að kryfja hinn dularfulla glæp og verður spennandi að sjá og heyra niðurstöður þeirra.

Viðburðurinn hefst við Hafmeyjuna við Tjörnina kl. 14.00 og heldur áfram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi kl. 15.00. Áætlað er að honum ljúki um kl. 16.30.

Veitingar í boði. Aðgangur ókeypis.