Hraun, Iceland, 2010-2015. Yogan Muller.

Hraun

Hraun: Ný sýning í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur

Hraun er nafn nýrrar sýningar sem nú er sett upp í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur og opnuð verður 12. okt n.k. Sýningin er eftir Yogan Muller og byggir á samnefndri ljósmyndaseríu sem er könnun á svæðum í jaðri stór-Reykjavíkursvæðisins og á Reykjanesi. Sýningin stendur til 5. des.

Hraun, Iceland, 2010-2015. Yogan Muller.

„Á þessum svæðum mætir náttúra skipulögðu manngerðum umhverfi, stundum á öfgafullan hátt. Vakning hefur átt sér stað undanfarna áratugi á þeim miklu áhrifum sem maðurinn hefur á náttúru, vist- og veðurkerfi og öfugt. Aðskilnaður hugtaka er ekki eins skýr og áður; náttúra/menning, manneskja/dýr, línurnar eru að mást út. Smátt og smátt er manneskjan að verða samtengdari hlutum og viðföngum sem áður voru skilgreind sem andstæður við mennsku.“
Á Reykjanesinu má merkja hraða nútímavæðingu, sífellt fleiri mannvirki rísa þar sem áður voru hraunbreiður svo langt sem augað eygði. Á sama tíma eru jarðhræringar undir yfirborðinu, sterkir náttúrukraftar hrista jarðskorpuna án fyrirvara eða skipulags. Mjúka skjálfta eða hvísl álfa má merkja ef vel er að gáð. Samhljómur milli náttúru og mennsku skiptir miklu máli í aðstæðum sem þessum.
Ég leitaðist við að ná á mynd þessari einingu náttúru og manngerðra hluta í samhljóm og sátt.“
-Yogan Muller

Yogan Muller er doktorsnemi í landslagsljósmyndum og kennslufræðum, staðsettur í Brussel í Belgíu. Að hans mati eru síaukin afskipti manns af náttúru og iðnvæðingu (Mannöld (e. Antropocene)) ein stærsta áskorun listarinnar og hins vestræna samfélags.
Síðasta einkasýning hans var í Institut Supérieur de l’Étude du Langage Plastique (ISELP) in Brussel. Eins og stendur er Yogan að leggja lokahönd á doktorsverkefni sitt jafnframt því sem sem hann vinnur að útgáfu á verkum sínum.
https://www.yogan-muller.com/index.php/hraun

Ljósmyndasafn Reykjavíkur – Borgarsögusafn
Grófarhús, Tryggvagata 15, 101 Reykjavík
www.borgarsogusafn.is