Aftur til fortíðar

Litapalletta tímans, litmyndir úr safneign Ljósmyndasafns Reykjavíkur 1950-1970 er sumar sýning safnsins. Þarna sýna þrjátíu ljósmyndarar Ísland eins og það var fyrir rúmri hálfri öld. Myndirnirnar koma úr safneign safnsins, og eru sérunnar fyrir sýninguna. Auðvitað höfuð við ekkert breyst; en híbýli, klæðaburður og fas, jafnvel náttúran hefur tekið stakkaskiptum. Sýningin sem samanstendur af 130 ljósmyndum, eftir þrjátíu myndasmiði, fær mann til að ferðast inn í veröld sem var. Skemmtileg, áhugaverð sýning. Í skotinu sýnir íslensk/írski ljósmyndarinnarinn Giita Hammond Sjávarsýn -óð til hafsins, myndir teknar í Dublin af vinkonum í byrjun heimsfaraldursins stunda sjósund.

Efst í Grófarhúsinu, við Tryggvagötu er Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Frá sýningunni, Litapalletta tímans litmyndir úr safneign Ljósmyndasafns Reykjavíkur 1950-1970

Sjávarsýn, óður til hafsins, sýning Giita Hammond

Frá sýningunni, Litapalletta tímans litmyndir úr safneign Ljósmyndasafns Reykjavíkur 1950-1970

Frá sýningunni, Litapalletta tímans litmyndir úr safneign Ljósmyndasafns Reykjavíkur 1950-1970

1963, Nauthólsvík, fólk í sólbaði.

10. apríl 1956, Tjarnargata og Tjörnin í Reykjavík. Opinbera heimsókn dönsku konungshjónanna til Íslands. Mannlíf niður í bæ, danskir og íslenskir fánar prýða borgina.

1962, Pálína Jónmundsdóttir. Myndataka merkt Tískuskóli.

1967, fimm stúlkur, eins klæddar sitja fyrir hjá ljósmyndara. Systurnar: Oddný Þóra Sigurðardóttir, Hildur Árdís Sigurðardóttir, Eva G. Sigurðardóttir, Erna Sigurðardóttir og Anna Signý Sigurðardóttir.

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 12.07/2023 : A7C : FE 1.8/20mm G