Augnablik…

Augnablik af handahófi. Ljósmyndasafn Reykjavíkur er til húsa í Grófarhúsinu, Tryggvagötu 15.

Á síðustu árum hefur Ljósmyndasafn Reykjavíkur safnað meira en sex og hálfri milljón ljósmynda. Sýningin sem er þar núna, Augnablik af handhófi, þar sem sýningarstjórinn Yean Fee Quai stillir saman ljósmyndum úr safneign Ljósmyndasafnsins og ótengdum bókmenntatextum. Sýningin sem stendur til 27 mars, er aðgengileg sem myndvefur á heimasíðu safnsins. Þegar myndir eru sóttar á vefinn með hjálp ákveðinna leitarorða, birtast ófyrirséðar samsetningar augnablika. Í Skotinu sýnir svo ljósmyndarinn Guðmundur Óli Pálmason, Yfirgefna list. En eyðibýlin hringinn í kringum landið hafa lengi fangað athygli Guðmundar Óla, og veitt honum margvíslegan innblástur fyrir listræna sköpun. Hann notar gamla ljósmyndatækni til að ná fram sinn sýn.

Sýning Guðmundar Óla Pálmasona, Yfirgefin list, í Skotinu. Þeirri sýningunni lýkur nú um mánaðarmótin.

Reykjavík 25/01/2022 14:01 & 14:14 : A7C : FE 1.8/20mm G

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson