Um öxl

Sigurjón Sighvatsson, listamaðurinn, ljósmyndarinn, listaverkasafnarinn, kvikmyndagerðamaðurinn og athafnamaðurinn lítur um öxl, á ljósmyndasýningunni Litið um öxl, í pop up galleríi á Hafnartorgi í hjarta Reykjavíkur. Á sýningunni sýnir hann á ljósmyndir sem eru teknar á síðasta aldarfjórðungi, helmingur á filmu, og engin mynd er skorinn. ,,Sýningin er mótsvar við Instagram, eitthvað sem hægt er að staldra við og njóta. Síðan kemur sýningin á næstu dögum í 3D, á sigurjonsighvatsson.com, fyrir þá sem eiga ekki heimangengt, eða búa í LA, þar sem margar myndir eru teknar.“ Sýningunni í rýminu lýkur í lok janúar. En einmitt nú um helgina byrjaði Ljósmyndahátíð Íslands, sem er haldin í janúar annað hvert ár. Markmið hátíðarinnar er að vinna að framþróun ljósmyndunnar sem listforms. Öll helstu söfn og gallerí eru samstarfsaðilar Ljósmyndahátíðarinnar í ár. Stjórnendur hátíðarinnar nú eru ljósmyndararnir Katrín Elvarsdóttir og Pétur Thomsen. 

Listamaðurinn fyrir framan ljósmyndaverkið, Napólí að nóttu. 

Sigurjón Sighvatsson 

Reykjavík 15/01/2022  14:37 – 14:57 : A7R III & A7R IV : FE 1.4/24mm GM & FE 1.4/85mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson