12 tónleikar á 12 klukkutímum

KEXLAND, KEX Hostel og KEXP kynna með stolti KEXPort 2016

12 tónleikar á 12 klukkutímum í miðborg Reykjavíkur

Alvia-Islandia icelandic times
Alvia Islandia
Grisalappalisa icelandic times
Grísalappalísa

Tónlistarhátíðin KEXPort verður haldin í fimmta skiptið í portinu fyrir aftan KEX Hostel laugardaginn 16. júlí næstkomandi frá tólf á hádegi til miðnættis.  Tónleikarnir eru haldnir til heiðurs KEXP í Seattle og munu koma fram tólf tónlistaratriði á jafn mörgum klukkustundum.  KEXP er útvarpsstöð sem sótt hefur Ísland árlega allt frá árinu 2009 og hefur unnið óeigingjarnt starf til kynningar íslenskrar tónlistar í Bandaríkjunum og víðar í heiminum. 

Hildur icelandic times
Hildur

Hátíðin er haldin í portinu fyrir aftan Kex Hostel og eru þeir opnir almenningi á meðan rúm leyfir.  Mikill stemmning er fyrir KEXPort líkt í ár og er óhætt að segja að segja að fjölbreytni tónlistaratriða sé með besta móti.  Meðal þeirra sem fram koma í ár eru ALVIA ISLANDIA, Mugison, Grísalappalísa, Hildur, Auður, Dj Flugvél og geimskip og fleiri.

Mugisonvicelandic times
Mugison
Tomas Jonsson icelandic times
Tómas Jónsson
16 Singapore Sling icelandic times
Singapore Sling

Myndbandstöku af tónleikunum í ár verður streymt beint í gegnum KEXP.ORG, Kexland.is og MusicReach.tv og er það í annað skiptið sem það verður gert.

Dagskrá tónlistaratriða í ár er efirfarandi:

12:00 DJ Flugvél & geimskip
13:00 $igmund
14:00 Hórmónar
15:00 Alvia Islandia
16:00 Auður
17:00 Mugison
18:00 Hildur
19:00 Tómas Jónsson
20:00 Tilbury
21:00 Singapore Sling
22:00 Misþyrming
23:00 Grísalappalísa

Horfa má á nokkur myndbönd frá því í fyrra:

Agent Fresco: https://www.youtube.com/watch?v=MzhZu8olIyM
Emmsjé Gauti: https://www.youtube.com/watch?v=qKEWPAKF638
Gísli Pálmi: https://www.youtube.com/watch?v=rsxhOeFK1Qs
Sóley: https://www.youtube.com/watch?v=t_QPYICRyw4
Valdimar: https://www.youtube.com/watch?v=zg5UJv6pikM

Meðal þeirra sem hafa komið fram á KEXPort eru Samúel Jón Samúelsson Big Band, Kiriyama Family, Ghostigital, Low Roar, Sóley, Tilbury, Snorri Helgason, Úlfur Úlfur, Mr. Silla, Sykur, Dimma, Reykjavíkurdætur, Sometime, Kött Grá Pje, Pétur Ben, MUCK, Kippi Kanínus og Moses Hightower.