Umbreyting Sigurgeirs Sigurjónssonar

Umbreyting er nafn nýrrar sýningar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem opnuð verður laugardaginn 20. maí n.k. Sýningin er byggð á væntanlegri bók hins kunna ljósmyndara Sigurgeirs Sigurjónssonar. Fyrri verk Sigurgeirs hafa einkum beinst að náttúru Íslands og íbúum þess. En nú kveður við annan tón og sýna myndirnar breytingar á umhverfi, hvort sem er í borginni eða sveitum landsins. Eða með orðum ljósmyndarans: „Á endanum er þetta allt landslag.“ Sigurgeir er að sönnu einn fremsti og afkastamesti ljósmyndari landsins og verk hans hafa ratað víða.

Sigurgeir starfaði sem auglýsingaljósmyndari og rak ljósmyndastofu í í mörg ár samhliða bókagerð. Verk hans hafa birst í fjölda bóka. Sú fyrsta Svipmyndir, kom út 1982, bókin Hestar árið1985 og 1992 kom út fyrsta bókin hans með landslagsmyndum Íslandslag (Landscapes). Í kjölfar hennar komu nokkrar vinsælustu ljósmyndabækur um Ísland og Íslendinga sem gefnar hafa verið út: Ísland-landið hlýja í norðri (1994). Amazing Iceland (1998),  Lost in Iceland (2002), Icelanders með Unni Jökulsdóttir (2004), Found in Iceland (2006), Made in Iceland (2007), The Little big book about Iceland (2009),  Lost in Argentina með Sæmundi Norðfjörð (2010), Poppkorn (2010) með Einari Kárasyni, Volcano Iceland (2010) og Earthward (2011), Iceland Small World (2012), Iceland (2015) og Planet Iceland (2016).

Sigurgeir fæddist í Reykjavík 1948. Hann lærði ljósmyndun á Íslandi á árunum 1965-1969 og var síðan við framhaldsnám í ljósmyndaskóla Christer Strömholm í Stokkhólmi 1970-1971 og í San Diego, Kaliforníu, árin 1980-1981. Sigurgeir býr og starfar í Reykjavík.

Sýningin stendur til 10. september 2017.

Nánari upplýsingar um sýninguna má sjá hér: https://borgarsogusafn.is/is/ljosmyndasafn-reykjavikur/syningar/sigurgeir-sigurjonsson-metamorphosisumbreyting
Nánari upplýsingar um Sigurgeir og hans feril má sjá hér: https://www.portfolio.is/page/service

Ljósmyndasafn Reykjavíkur – Borgarsögusafn
Guðrún Helga Stefánsdóttir, kynningarstjóri s:4116343/8996077
Sigríður Kristín Birnudóttir; sýningastjóri: 4114116392

Bestu kveðjur,

Guðrún Helga Stefánsdóttir
Verkefnastjóri markaðs- og kynningarmála
S: 411-6343 / 899-6077
[email protected]
www.borgarsogusafn.is

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0