Kúmentínsla í Viðey

Kúmentínsla í Viðey
Sunnudaginn 20. ágúst kl. 13:15 verður tínt kúmen í Viðey en það er fastur siður í ágústlok þegar kúmenið er orðið þroskað. Tekið verður á móti gestum í eyjunni og farið með þeim yfir meðferð og virkni kúmens og hvar það sé helst að finna.
Þá verður einnig rætt um upphaf kúmenræktunar í Viðey en það var Skúli Magnússon landfógeti sem hóf ýmsar ræktunartilraunir upp úr miðri átjándu öld í Viðey, þó með misjöfnum árangri.
Gestir eru hvattir til að taka með sér taupoka, lítinn hníf eða skæri.

Siglt verður stundvíslega frá Skarfabakka kl. 13:15. Þeir sem vilja fá sér léttan hádegisverð í Viðeyjarstofu fyrir tínsluna er bent á 12:15 ferjuna.
Gjald í ferjuna fram og til baka er 1.500 kr. fyrir fullorðna, 1.350 kr. fyrir eldri borgara og 750 kr. fyrir börn 7 – 17 ára í fylgd fullorðinna. Börn 6 ára og yngri sigla frítt.
Við minnum á að handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt í Viðeyjarferjuna og af veitingum í Viðeyjarstofu. Handhafar Gestakortsins sigla frítt.

Viðey Island– Reykjavík City Museum
Caraway picking on Viðey Island
On Sunday 20th August, when the caraway is ripe for picking, there will a special harvesting trip to Viðey Island. Starting at 13:15 in the afternoon guests will be taken to collect the caraway while being given information about its uses and where it thrives. Guests will also be given information on the history of caraway cultivation on the island and other experimental crops that the treasurer Skúli Magnússon instigated, with varying results, during the mid-eighteenth century.
For this event bring a cloth bag and a small knife or pair of scissors.
Return ferry tickets cost 1.500 ISK for adults, 1.350 ISK for senior citizens and 750 ISK for children 7 – 17 years old accompanied by parents or guardians. Tickets are free for children 6 years and under.
Holders of the Reykjavík City Card travel for free. Those with a Reykjavík Culture Pass receive a 10% discount on ferry tickets.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0