Brynjureitur

Brynjureitur

Framkvæmdir standa yfir við byggingu 72 íbúða á svokölluðum Brynjureit í miðborginni á sameinaðri lóð Hverfisgötu 40-44 og baklóðanna Laugavegs 27a-27b, þar sem verður blönduð byggð með íbúðim, verslunum og þjónustu. Meðalstærð íbúðanna er um 65 m2. Verklok eru áætluð í ársbyrjun 2019. 

Brynjureiturinn samanstendur af þremur húsum sem tengjast með sameiginlegum kjallara. Húsið við Hverfisgötu er fimm til sex hæðir og þar verða 49 íbúðir. Í Laugavegshúsunum, sem reistu eru ofan á bílakjallara byggingarinnar, verða 23 íbúðir. Húsin eru þrjár hæðir auk laufskála á þaki sem tengist þakgarði. Íbúðirnar eru á bilinu 35-80 m2 og ættu að henda fyrstu kaupendum, þeim sem vilja minnka við sig húsnæði eða vilja eiga litla íbúð miðsvæðis í borginni. 

Kristján Svanlaugsson hjá verktakafyrirtækinu Þingvangi sem annars framkvæmdir, segir að þétting byggðar, eins og á sér stað á Brynjureitnum, krefjist mikillar skipulagningar. „Þetta er mjög þröngt og erfitt og við þurfum að spila vel með borginni til þess að þetta gangi upp.“

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0