Lesa allar greinar í blaði Skoða PDF skrá
Þar sem vorið ríkir
Sögur herma að öndvegissúlur hafi rekið á land. Þetta er landið þar sem miðnætursólin dansar, fossarnir glitra og söngur fuglanna er sem af öðrum heimi. Fámenn þjóð byggði þetta litla land – sem er samt svo stórt. álfsskinnið varð rammi stórkostlegra sagna, torfið og grjótið hélt vindinum úti og sjórinn – já, sjórinn. Hann útvegaði björg í bú og varð líka vot gröf margra. Dagarnir liðu. Vikurnar. Mánuðirnir. Árin. Áratugirnir. Aldirnar. Grettir, Njáll, Egill… Kappar sem sagnir fjölluðu um lífs og liðna. Þeir voru líka margir raunverulegu kapparnir: Kotbóndinn. Höfðinginn.Vinnumaðurinn. Klerkurinn. Húsfreyjan. Íslendingar sem buðu birginn óblíðum náttúruöflum og
stundum grimmum aðstæðum og möðkuðu mjöli. Jú, þetta fólk átti sér drauma. Það átti sér sýn. Það tók þátt í framförum. Það tók þátt í uppbygginu landsins – eyjarinnar við hafið bláa hafið sem hugann dregur.
Torfið og grjótið viku fyrir við. Steypu. Kálfsskinnið vék fyrir pappír. Blaðsíðunum í sögu þessa lands fjölgaði. Sumir vildu út – grasið þótti grænna hinum megin. Vesturfarar kallast það fólk. Draumana áttu Íslendingarnir
– hvort sem þeir bjuggu á eyjunni fögru eða á meginlandinu stóra í Vesturheimi. Það varð bylting úti í heimi. Iðnbylting. Það varð breyting í mörgu sem hafði víða áhrif. Meðal annars í landinu í norðri þar sem kotbóndinn hafði slegið sitt tún í áranna rás með orfi og ljá og byggt upp sitt tún með stoltið í farteskinu. Iðnaður fór að blómstra eins og vorblómin gulu, lífshættir breyttust og tæknin hélt innreið sína.Og enn liðu áratugirnir. Árin. Mánuðirnir. Vikurnar. Dagarnir. Í dag býr á landinu þar sem öndvegissúlurnar eru sagðar hafa komið að landi dugleg þjóð; þjóð sem rís upp með stolti eftir erfiðleika – hvort sem þeir eru af náttúrunnar höndum eða af
mannavöldum. Hugmyndaflugið hefur vængi, draumarnir eru þeir sömu og þegarritað var á kálfsskinn – eða kannski aðeins öðruvísi – og fuglarnir syngja sama sönginn. Lóan er komin og kveður burt snjóinn; það
er vor í lofti þótt sólin sé eitthvað hlédræg þetta misserið og árstíðin segi annað. Það er vor í lofti því á þessu litla landi – sem er samt svo stórt – þar sem miðnætursólin dansar, fossarnir glitra og söngur fuglanna er sem af öðrum heimi býr fjöldi hugmyndaríkra einstaklinga sem hafa galdrað fram listaverk af ýmsum toga: Bókmenntir, fatnað, húsgögn, skart… Iðnaðarmannafélag Íslands. Þjóðminjasafn Íslands.Gagnavarslan. Kraum. Prologus.
GÁ húsgögn. Gust… Lítill hluti af stærri heild í þessu blaði sem sýnir hluta af hugmyndaauðgi landans.