Urriðaholt til hægri, horft yfir Urriðavatn, en göngustígur liggur um dalinn,  IKEA er þarna lengst í burtu

Hverfið við Heiðmörk

Útivistarsvæðið Heiðmörk, sem myndar kraga um höfuðborgarsvæðið frá Rauðhólum í Reykjavík til Hafnarfjarðar. Heiðmörk er jarðfræðilega einstök, því sjaldgæft er að finna á einu og sama landsvæðinu, hraun, gjár, jarðsig og misgengi vegna landreks. Einstakt svæði, og einna fallegast í Garðabæ. Þar er nú einmitt í jaðrinum verið að byggja nýtt íbúðarhverfi, Urriðaholt, sem er einstakt á Íslandi. Þarna er heilt hverfi skipulagt í sátt við náttúruna með sjálfbærni í huga. Byggingarnar eru eins vistvænar og kostur er, en það eru rúm tíu ár síðan framkvæmdir hófust og farið að líða að lokum þessa hverfis, sem er ekki bara í næsta nágrenni við  náttúruna og golfvöll, því stórverslanir IKEA og Costco, eru í við innganginn í hverfið. Icelandic Times / Land & Saga, kíktu upp í Heiðmörk og á Urriðaholtið.

Heiðmörk í vetrarskrúða
Horf úr Heiðmörk á nýjar byggingar og byggingarkrana í Urriðaholti
Steinsnar er frá Urriðaholti að Vífilstaðavatni, náttúruperlu í landi Garðabæjar

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
01/02/2023 : RX1R II: 2.0/35mm Z

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0