Askja náttúrufræðahús Háskóla Íslands, Norræna húsið til vinstri

Nóttin já nóttin

Það er ekki síðra, sem ferðamaður (já og heimamaður), nú þegar farið er að hlýna í lofti að ganga um og skoða Reykjavík að kvöldi til eða að nóttu. Borgin er svo hljóð, fáir á ferli, og örugg. Icelandic Times / Land & Saga skrapp niður í Vatnsmýri og nágrenni til að fanga þessa stemningu, þegar örlítill vottur af vori er í loftinu, enda bara tæpar 3 vikur í jafndægur að vori. Dagarnir lengjast hratt núna, sólarupprás í Reykjavík er nú klukkan 08:21 og sólsetur hálf sjö, eða nákvæmlega klukkan 18:29. Samkvæmt íslenskri þjóðtrú, sem oft er ansi nálægt sannleikanum eru mestar líkur að sjá mikilfengleg norðurljós í kringum jafndægur að vori. Svo það er bara að drífa sig út, þegar tekur að rökkva. 

Sæmundur á Selnum eftir Ásmund Sveinsson frá árinu 1926. Verkið stendur fyrir framan Háskóla Íslands, og eign Listasafns Reykjavíkur
Pomona frá árinu 1920, eftir Jóhannes C. Bjerg í Einarsgarði
Stóð frá árinu 1963, eftir Ragnar Kjartansson á horni Gömlu Hringbrautar og Smáragötu

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
02/03/2023 : RX1R II : 2.0/35mm Z

 

 

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0