Norður og niður:
Sýningaropnun í Bildmuseum í Umeå, Svíþjóð
Í kvöld verður opnuð í listasafninu Bildmuseum í Umeå Svíþjóð sýningin Иorður og niður, myndlistarsýning sem unnin í samstarfi þriggja listasafna, Listasafns Reykjavíkur, Portland Museum of Art í Maine-fylki í Bandaríkjunum og Bildmuseet í Umeå í Svíþjóð.
Sýningin stóð yfir í Hafnarhúsi frá 13. október til 5. febrúar sl. og var send úr Hafnarhúsi til Bildmuseum í Svíþjóð.
Á Иorður og niður sýna 30 listamenn ný verk sem takast á við þær breytingar sem eru að verða á samfélagi, náttúru og lífríki á norðurslóðum í upphafi 21. aldarinnar og eru að stórum hluta tilkomnar vegna loftslagsbreytinga.
Иorður og niður inniheldur verk bæði upprennandi og þekktari núlifandi listamanna frá þverskurði listafólks sem búsett er á norðausturströnd Bandaríkjanna, á kanadískum strandsvæðum, á Íslandi, á Norðurlöndunum auk innfædds listafólks frá öllu svæðinu
Verkefnið nýtur stuðnings fjölmargra aðila, þ.á.m. Loftslagssjóðs, Arctic Cooperation Programme, Bandaríska sendiráðsins á Íslandi, Norræna menningarsjóðsins, Norrænu menningargáttarinnar og Eimskips.