Norður og niður:

Ner till Norr. Bildmuseet Maj 2023.

Norður og niður:
Sýningaropnun í Bildmuseum í Umeå, Svíþjóð
Í kvöld verður opnuð í listasafninu Bildmuseum í Umeå Svíþjóð sýningin Иorður og niður, myndlistarsýning sem unnin í samstarfi þriggja listasafna, Listasafns Reykjavíkur, Portland Museum of Art í Maine-fylki í Bandaríkjunum og Bildmuseet í Umeå í Svíþjóð.

Sýningin stóð yfir í Hafnarhúsi frá 13. október til 5. febrúar sl. og var send úr Hafnarhúsi til Bildmuseum í Svíþjóð.

Á Иorður og niður sýna 30 listamenn ný verk sem takast á við þær breytingar sem eru að verða á samfélagi, náttúru og lífríki á norðurslóðum í upphafi 21. aldarinnar og eru að stórum hluta tilkomnar vegna loftslagsbreytinga.
Иorður og niður inniheldur verk bæði upprennandi og þekktari núlifandi listamanna frá þverskurði listafólks sem búsett er á norðausturströnd Bandaríkjanna, á kanadískum strandsvæðum, á Íslandi, á Norðurlöndunum auk innfædds listafólks frá öllu svæðinu

Verkefnið nýtur stuðnings fjölmargra aðila, þ.á.m. Loftslagssjóðs, Arctic Cooperation Programme, Bandaríska sendiráðsins á Íslandi, Norræna menningarsjóðsins, Norrænu menningargáttarinnar og Eimskips.

Östra Strandgatan 30B, í Umeå, Svíþjóð 903 33 Umeå,

+46 90 786 74 00

[email protected]

bildmuseet.umu.se/


Föstudagur, 26. maí kl. 19.00


CATEGORIES



NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Hendrikka Waage

      Hendrikka Waage

      Hendrikka Waage er fyrsti alþjóðlegi skartgripahönnuðurinn á Íslandi en vinsæl hönnun hennar samanstendur af glæsilegum,...

      ÖRTÓNLEIKAR Á KAFFI GAUK

      ÖRTÓNLEIKAR Á KAFFI GAUK

      Í tilefni af Hátíð franskrar tungu á Alþjóðadegi frönskunnar sem Alliance Française í Reykjavík skipuleggur ...

      HOW DID I GET TO THE BOMBSHELTER

      HOW DID I GET TO THE BOMBSHELTER

        HOW DID I GET TO THE BOMBSHELTER / Hvernig ég komst í sprengjubyrgið er þverfagleg sýning sjö úk...

      Samúel Jónsson´s Art Museum

      Samúel Jónsson´s Art Museum

      The association for the renovation of Samúel Jónsson’s art museum in Selárdalur has been working on the restoration of S...