Fjallsjökull í Öræfajökli í Vatnajökli, rennur í Fjallsárlón. Lónið að verða vinsælla en sjálft Jökulsárlónið, nokkrum km austar, vegna meiri nálægðar við jökulinn sjálfan

Sumar á Suðurlandi #3

Hvað stendur upp úr, þegar maður ferðast um Suðurland í rigningu og roki, með örstuttum sólarköflum. Fjöllin og vindáttin gera það að verkum að veðrið breytist stanslaust. Þú stendur í úrhellis roki og rigningu, 15 km / 10 mi, til eða frá er sól og sumar. Í þessari ferð var Mýrdalurinn / Reynisfjara toppirinn, varla stætt vegna veðurofsans, en upplifunin var upp á á tíu. Það sá maður líka í augum ferðamannanna sem voru á svæðinu, þeir nutu þess að halda í girðingastaur eða leggjast niður til þess að fjúka ekki á haf út. Sterk upplifun. Hér kemur þriðji hluti myndaseríu Icelandic Times / Land & Sögu um ferð okkar um Suðurland.

í Rangárvallasýslu
Ferðafólk á bát á Jökulsárlóni. Mávar fylgjast með
Svínafell í Öræfasveit, undir fallegri hlíð.
Reynisfjara á góðum, hvössum degi
Dyrhólaey, syðsti hluti fastalands lýðveldisins
Ein kind, tvö lömb og einn foss undir Eyjafjöllum, rétt austan við Seljalandsfoss
Ferðamenn á Fallsjökli austan við Skaftafell
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Suðurland 28/06/2023 : A7C, RX1R II, A7R III, A7R IV – FE 1.4/24mm GM, FE 1.8/135mm GM, 2.0/35mm Z, FE 1.2/50mm GM
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0