Skrafað, og sólin sleikt á Austurvelli

Sól & sumar í höfuðborginni

Meðan beðið var eftir eldgosinu, nutu höfuðborgarbúar veðurblíðunnar og flykktust út. Sumir lögðu land undir fót, skruppu til Vestmannaeyja til að taka þátt í goslokahátíðinni, en nú eru 50 ár síðan gosinu í Heimaey lauk. Aðrir héldu sig heima í höfuðborginni, og skruppu niður í Laugardal, upp í Árbæ, eða á Austurvöll, að sleikja sólina. Icelandic Times / Land & Saga fór um bæinn, enda brostu allir sínu blíðasta í sumarblíðunni.

Rólað í Laugardal
Setið var við hvert borð á Austurvelli, í hjarta borgarinnar
Margt var um manninn á tjaldsvæðinu í Laugardal
Þessi kemur alla leið frá Vestmannaeyjum
Margt var um manninn á hinum árlega Fornbíladegi á Árbæjarsafni

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 09.07/2023 : RX1R II – 2.0/35mm Z