Ærslabelgur í Biskupstungum

Hvað eiga Gullfoss og Geysir og Slakki sameiginlegt. Jú staðirnir eru allir í Biskupstungum í uppsveitum Suðurlands, ferðamannastaðir þar sem þeir tveir fyrstnefndu bjóða uppá náttúru sem er engri lík. Slakki er aftur á móti húsdýragarður, með leiktækjum og kalkúnum, köttum, kálfum og skjaldbökum. Frönskum kartöflum, mínígolfi, leikfangabílum og ærslabelg. Staður sem hefur verið til í meira en þrjátíu ár. Eins og stofnandinn Helgi Sveinbjörnsson sagði við útsendara Icelandic Times / Land & Sögu, ,, Þetta bara gerðist. Við rákum hér garðyrkjustöð í Laugarási, konan sankaði að sér dýrum, og allt í einu var stanslaus straumur ferðamanna að skoða endurnar, hundana og kettina.” Enda var endalaus straumur af fólki þegar við heimsóttum Slakka, sem er í 100 km / 60 mi fjarlægð frá höfuðborginni, og þaðan örstutt í Gullfoss & Geysi.

Endur voru meðal fyrstu ábúenda á Slakka
Við innganginn á Slakka
Slakki í Biskupstungum
Á ærslabelg
Kalkúnar á Slakka
Lögreglan með umferðareftirlit á Slakka
Dráttarvél á ekki fullri ferð á Slakka

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Biskupstungur 26/07/2023 : RX1R II : 2.0/35mm Z

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0