31. maí 1928, Sjóflugvélin Súlan D 463 sjósett í Reykjavíkurhöfn. Zimsenbryggja, Tryggvagata, Nordalsíshús, Verkamannaskýlið og fleira í bakgrunni. (Ljósmyndari Magnús Ólafsson)

Reykjavíkurhöfn vagga flugs á Íslandi

Reykjavíkurhöfn var vagga flugs á Íslandi. Fyrstu flugvélarnar sem komu fljúgandi yfir hafið til Íslands árið 1924 voru í svokölluðu hnattflugi. Þær lentu í höfninni og voru dregnar upp Steinbryggjuna og lagt upp á planið (Ellingsensplanið) þar fyrir ofan. Flugfélag Íslands, annað í röðinni var stofnað 1928 og gerði út sjóflugvélar (Súlan, Veiðibjallan og Álftin) frá Reykjavíkurhöfn og var þá Steinbryggjan og Zimsensbryggjan ásamt húsinu Hafnarstræti 15 eins konar flugstöð Íslands. Dráttarbraut fyrir flugvélar var gerð innan hafnar við Örfirisey. Ýmsir erlendir flugkappar sem lögðu leið sína til Íslands á kreppuárunum lentu einnig í Reykjavíkurhöfn.

31. maí 1928, Reykjavíkurhöfn, Steinbryggjan. Sjóflugvélin Súlan D 463 sjósett. Flugvél Flugfélags Íslands. Hópur fólks fylgist með. Kolakraninn í baksýn. (Ljósmyndari: Magnús Ólafsson)

Heimildir: Faxaflóahafnir SF og Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0