Þvottakona (1958) eftir Ásmund Sveinsson (1893-1982) stendur við Þvottalaugarnar

Sumar að hausti í Laugardal

Laugardalurinn er vinsælasta útivistarsvæði Reykvíkinga, staðsett 3 km austur af miðbænum, í fallegri lægð og í skjóli undir Laugarásnum. Þarna er meginmiðstöð íþróttaiðkunar á Íslandi, með þjóðarleikvanginn Laugardalsvöll fyrir knattspyrnu, Laugardalslaugina stærstu sundlaug landsins, Laugardalshöllina fyrir, hand- og körfubolta og frjálsar íþróttir. Síðan Skautahöllina, Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn og Grasagarðinn í hjarta dalsins, miðstöð garðyrkju í höfuðborginni. Þarna eru líka Þvottalaugarnar, minnisvarði um upphaf hitaveitu í Reykjavík, en þarna þvoðu bæjarbúar í heitum laugum föt sín í áratugi, og gengu upp Laugaveg, sem lá frá miðbænum í átt að laugunum. Í Laugardalnum er líka er aðal tjaldsvæði höfuðborgarinnar ásamt frábærum Frisbígolfvelli sem snertir tennis- og badmintonhöllina, austast í dalnum. Land & Saga rölti um Laugardalinn með nokkrar myndavélar á bumbunni… og naut sumaraukans ásamt hundruðum borgarbúa, og ferðamanna.

Frá Grasagarðinum
Hlaupið í Laugardal, undir Áskirkju
Við innganginn að Grasagarðinum, stofnaður 1961
Við Þvottalaugarnar
Hjólað í Laugardal
Komið fram yfir miðjan september, og það voru 22 tjöld á tjaldsvæðinu

Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Reykjavík 18/09/2023 : RX1RII, A7R IV : FE 2.8/100mm GM, 2.0/35mm Z

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0