Haustlitir í Vondugili við Landmannalaugar

Hálendið að hausti

Landið breytir um lit. Suðurhálendið við Landmannalaugar er fallegast seinnipartinn í ágúst, enda endir á sumrinu. Nú rúmum hálfum mánuði seinna er komið haust, og getur byrjað að snjóa. Ísland í hnotskurn.

Árstíðirnar eru stuttar á miðhálendinu. Bjart á sumrin, svalt allan ársins hring, nema einstaka daga þegar bæði er bjart lungan úr nóttinni og veður sæmilega hlýtt, þá er þetta svæði paradís á jörð.

Annars er reyndar fallegt að Fjallabaki, næstum alltaf. Sérstaklega þegar umhleypingar í veðrinu búa til glugga sem er svo gaman að gægjast út. Eins og núna í september, þegar sumarið og vetur renna saman, með aðeins örfáa daga af hausti.

Fallegur september morgun við Kýlingavötn
Í Jökulgil við Torfajökul
Ferðamenn á leið að Brennisteinsöldu í Landmannalaugum
Hver við Hrafntinnusker
Undir Bláhnjúk í Landmannalaugum

Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Reykjavík 19/09/2023 : RX1RII, A7R IV : FE 2.8/100mm GM, 2.0/35mm Z, FE 24, 1.4/24mm GM

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0