0° 0° Núlleyja sýning Heklu Daggar Jónsdóttur er ímynduð eyja í Gíneuflóa sunnan við Accra höfuðborg Gana, og langt vestan við Libreville höfuðborg Gabons. Þarna mætast hnitakerfi jarðarkúlunnar, á skurðpunti miðbaugs og núllbaugs, sem á upphaf sitt reyndar í austur London. Staðsetningarkerfið, eins og klukkan eða dagatalið er verk okkar mannanna. Á sýningu Heklu Daggar skoðar hún grunnkerfin og beinir sjónum sínum að stað og stund. Sýningin er hluti af sýningarröð Listasafns Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum, þar sem er farið er yfir feril lykilpersóna í íslensku listalífi. Þetta er sjötta sýningin, sýning sem er ekki bara ,hér og nú”, heldur mögnuð upplifun sem er einstaklega vel gerð á allan hátt. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson.
Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 21/11/2023 – A7R IV : FE 1.8/135 GM