Verktakafyrirtækið Dverghamrar ehf var stofnað árið 1986 af núverandi eigendum, þeim Guðmundi Ragnari Guðmundssyni og Magnúsi Jóhannesi Sigurðssyni. Í dag starfa um 10 manns hjá fyrirtækinu og hátt í 60 aðilar í undirverktöku. Fyrirtækið hefur lagt áherslu á byggingu íbúðar- og iðnaðarhúsnæðis og hefur byggt upp yfir 30 ára reynslu á því sviði.
Byggingastjórar fyrirtækisins starfa eftir vottuðu gæðastjórnunarkerfi þar sem lögð er rík áhersla á fagleg vinnubrögð. Framkvæmdar eru reglulegar úttektir á verkþáttum framkvæmdarinnar þar sem tryggt er að unnið sé í samræmi við verklýsingar og að skilað sé traustri og góðri vöru á réttum tíma.
Við leggjum metnað í að veita viðskiptavinum okkar persónulega þjónustu og gott samstarf yfir framkvæmdatímann.