Landshús

Landshús ehf. er fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á timburhúsum fyrir einstaklinga, verktaka, sveitafélög og ferðaþjónustufyrirtæki.  Stofnandi og eigandi fyrirtækisins er Magnús Jens Hjaltested.

Landshús býður upp á lausn í húsbyggingum sem snýr að traustum húsumhröðum uppsetningartíma og hagkvæmni.  Landshús hannaði sitt eigið einingakerfi og eru allar húsagerðirnar (garðhús, gestahús og sumarhús) hannaðar innan þess.  Kerfið er sambland af forsniðnu efni og samsettum einingum.  Kerfið er staðlað en með ýmsum breytingamöguleikum og til þess fallið að sem flestir geti aðlagað staðlað hús að sínum séróskum.  Húsin eru uppbyggð sem hefðbundin timburgrindarhús eins og tíðkast hefur hér á landi um langt skeið.

Fyrirtækið hóf núverandi starfsemi árið 2013. Húsin frá fyrirtækinu hafa risið frá þeim tímar víða um land við góðan orðstír.

Húsin eru hönnuð á Íslandi út frá íslenskum stöðlum.  Efla verkfræðistofa á Akureyri hefur séð um alla tæknihönnun í öllum húsunum okkar út frá gildandi byggingareglugerð hér á landi.

RELATED LOCAL SERVICES