Bambahús

Bambahús eru frábært dæmi um uppvinnslu og nýsköpun þar sem verðmæti eru sköpuð úr efnum sem annars væri hent í ruslið. IBC tankar eða bambar eru nýttir sem hágæða byggingarefni til framleiðslu á gróðurhúsum sem standast ströngustu kröfur íslenskra notenda.

Bambahús eru hluti af hringrásarhagkerfinu og geta merkt sig við 9 af 13 heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna í loftslagsmálum, Um er að ræða uppvinnslu eða endurvinnslu í sínu hreinasta formi þar sem við hönnum og búum til verðmætari vöru en þá sem annars myndi enda í förgun.

RELATED LOCAL SERVICES