Klasaþorskurinn fer víða

Mynd af „Klasaþorski“ Íslenska sjávarklasans hefur borist víða. Á myndinni er sýnt hvernig Íslendingar hafa nýtt þorskinn og framleitt úr honum ýmsar óhefðbundnar afurðir. Það sem mesta athygli hefur vakið er fjölbreytileiki þeirra afurða sem Íslendingar hafa framleitt úr þorskinum og að Íslendingar nái betri hráefnanýtingu úr þorskafla sínum en aðrar þjóðir.

Klasaþorskurinn hefur ratað í dagblöð á borð við Portland Press Herald og Juneau Empire í Alaska, tímaritið Norsk Fiskerinæring og ýmsa vefmiðla eins og Intrafish, WordFishing og Undercurrent News.

„Klasaþorskurinn er orðinn eitt besta dæmið um hagkvæma kynningu á íslenskum sjávarútvegi og sjávarafurðum“ segir Þór Sigfússon framkvæmdastjóri Sjávarklasans.  „Við þurfum að nýta mun betur það aðdráttarafl sem þessi magnaða saga okkar og árangur í sjávarútvegi felur í sér.“

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0