Margt á döfinni í skipulagsmálum í Hafnarfirði

Hafnarfjörður er þriðji stærsti bær landsins en þar búa um 27.500 íbúar. Bærinn hefur vaxið hratt á undanförnum árum og ný hverfi hafa risið með fjölbreyttu og blómlegu mannlífi.

,,Hafnarfjarðarbær stefnir að því að bjóða eftirsóknarvert búsetuumhverfi með því að leggja áherslu á vandað bæjarskipulag, tengsl við ósnerta náttúru, góða byggingarlist, umferðaröryggi og umhverfismál. Aðalskipulagið er til ársins 2025 og markar framtíðarsýn um það hvers konar bæ við viljum byggja á næstu árum. Það snýst um fólkið sem býr í bænum og á að lifa í því umhverfi sem við búum okkur. Það snýst líka um fyrirtæki sem við viljum laða að okkur til að skapa atvinnu og tekjur fyrir bæjarfélagið sem og til að taka þátt í að skapa umhverfi okkar,” segir Dr. Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri skipulags og byggingarfulltrúi í Hafnarfirði.

Skarðshlíð stærsta nýbyggingasvæðið

,,Það hefur verið mikið byggt hér á undanförnum árum enda hefur fjölgað að meðaltali um þúsund manns á ári í bænum síðustu árin. Árið 2006 var 950 íbúðum og húsum úthlutað auk þess sem farið var í uppbyggingu á iðnaðarsvæðinu. Þegar kreppan skall á stöðvaðist nánast allt. Þá sátum við uppi með hverfi með götum, lögnum og ljósastaurum en það vantaði hins vegar húsin og fólkið,” segir Bjarki. Þau hverfi sem urðu verst úti eru Skarðshlíð og hlutar Áslands og Valla.

Skarðshlíð er stærsta nýbyggingasvæðið í Hafnarfirði og þar eru áform um að byggja 350 íbúðir og hús. Hverfið liggur sunnan og vestan í Ásfjalli. Þetta er mjög fallegt svæði og þar er mikil veðursæld. Að norðan afmarkast skipulagssvæðið af Grísanesi, að austan af bröttum hlíðum Ásfjalls. Svæðið afmarkast af Ásvallabraut í suðri. Aðkoma akandi umferðar að svæðinu er um Ásvallabraut. Hugmyndin er að byggt verðir frekar í Áslandi og hverfið tengt við Skarðshlíð. Þá eru áform um nýjan veg veg sem tengdur verður við Reykjanesbraut við Vogahverfið á teikniborðinusemverður mikil samgöngubót fyrir hverfin. Síðan má ekki gleyma göngu- og hjólreiðastígum sem við erum að vinna að líka en það er heilmikið í gangi í þeim efnum. Hér á Völlunum er m.a. göngu- og hjólreiðastígur í gegnum hraunið en það þarf einnig að huga að því að vernda hraunið. Við viljum auka möguleika fólks á að ganga eða hjóla til vinnu,” segir Bjarki.

Áhersla á eftirsóknarverð atvinnusvæði fyrir fyrirtæki

Hann bendir á að Hafnarfjarðarbær leggi áherslu á eftirsóknarverð atvinnusvæði fyrir fyrirtæki m.a. með fjölbreyttu framboði á atvinnulóðum, flokkun atvinnusvæða eftir gæðum umhverfis og bygginga og vönduðu skipulagi sem fellur að kröfum sem flestra fyrirtækja.

Athafna- og iðnaðarsvæði í suðurhluta Hafnarfjarðar eru í Selhrauni, Hellnahrauni og Kapelluhrauni. Alls eru stærð nýbyggingarsvæða á skipulagstímabilinu um 270 hektarar sem mun anna fyrirsjáanlegri þörf næstu áratugi. Svæðin eru flokkuð eftir því hvaða starfsemi er ætluð innan þeirra. Þessi flokkun byggir meðal annars á því að flokka saman skylda starfsemi, þannig að hvert fyrirtæki geti valið sér það umhverfi sem hentar best en þannig er komið í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif á milli fyrirtækja.

,,Það er ekki búið að byggja nema hluta á iðnaðarsvæðinu þannig að við eigum fullt af góðum lóðum fyrir atvinnustarfsemi. Þá er stefnan að byggja athafnasvæði á milli iðnaðar- og íbúðarhverfanna. Þar er ætlunin að byggðar verði verslanir, skrifstofur og hótel svo dæmi séu nefnd. Icelandair hefur ákveðið að byggja flughermi og kennslustofur á því svæði og hugsanlegt er að Icelandair flytji höfuðstöðvar sínar alfarið þangað. Það eru miklir möguleikar víða á þessu svæði.”

 Uppbygging en einnig hverfisvernd

Bjarki segir að margt sé nú að fara í gang sem hafi stöðvast í hruninu. ,,Við erum m.a. að endurskoða miðbæinn og stefnan er að þónokkur uppbygging fari þar fram sem og við höfnina við Norðurbakka og á Holtinu við olíutankanna. Þar eru enn svæði til að byggja á. Okkur langar einnig mikið að hreinsa talsvert til neðan við Hvaleyrarbrautina sem snýr að höfninni. Þá er verið að skoða hvernig hægt er að nýta gamla slippsvæðið betur. Það er hægt að gera það aðlaðandi og skemmtilegt svæði sem myndi tengjast miðbænum. Einnig stendur til að þétta aðeins byggð á nokkrum stöðum í bænum og endurbyggja jafnvel nokkur svæði og fegra þau. Samhliða uppbyggingu og nýbyggingum erum við að vinna í hverfisvernd byggðar þar sem áhersla er á verndun gatna og húsaþyrpingasem eiga ákveðna sögu og eru hluti af byggðarsögu Hafnarfjarðar. Þar má nefna Hverfisgötu, Austurgötu og Hringbraut svo dæmi séu tekin. Hafnarfjörður er ákaflega fallegur bær með mikla sögu. Við viljum að sjálfsögðu halda í við söguna og ekki fara of geyst. Það þarf að huga vel að mörgu,” segir Bjarki.

Áhersla á eftirsóknarverð atvinnusvæði fyrir fyrirtæki

Hann bendir á að Hafnarfjarðarbær leggi áherslu á eftirsóknarverð atvinnusvæði fyrir fyrirtæki m.a. með fjölbreyttu framboði á atvinnulóðum, flokkun atvinnusvæða eftir gæðum umhverfis og bygginga og vönduðu skipulagi sem fellur að kröfum sem flestra fyrirtækja.

Athafna- og iðnaðarsvæði í suðurhluta Hafnarfjarðar eru í Selhrauni, Hellnahrauni og Kapelluhrauni. Alls eru stærð nýbyggingarsvæða á skipulagstímabilinu um 270 hektarar sem mun anna fyrirsjáanlegri þörf næstu áratugi. Svæðin eru flokkuð eftir því hvaða starfsemi er ætluð innan þeirra. Þessi flokkun byggir meðal annars á því að flokka saman skylda starfsemi, þannig að hvert fyrirtæki geti valið sér það umhverfi sem hentar best en þannig er komið í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif á milli fyrirtækja.

,,Það er ekki búið að byggja nema hluta á iðnaðarsvæðinu þannig að við eigum fullt af góðum lóðum fyrir atvinnustarfsemi. Þá er stefnan að byggja athafnasvæði á milli iðnaðar- og íbúðarhverfanna. Þar er ætlunin að byggðar verði verslanir, skrifstofur og hótel svo dæmi séu nefnd. Icelandair hefur ákveðið að byggja flughermi og kennslustofur á því svæði og hugsanlegt er að Icelandair flytji höfuðstöðvar sínar alfarið þangað. Það eru miklir möguleikar víða á þessu svæði.”

Uppbygging en einnig hverfisvernd

Bjarki segir að margt sé nú að fara í gang sem hafi stöðvast í hruninu. ,,Við erum m.a. að endurskoða miðbæinn og stefnan er að þónokkur uppbygging fari þar fram sem og við höfnina við Norðurbakka og á Holtinu við olíutankanna. Þar eru enn svæði til að byggja á. Okkur langar einnig mikið að hreinsa talsvert til neðan við Hvaleyrarbrautina sem snýr að höfninni. Þá er verið að skoða hvernig hægt er að nýta gamla slippsvæðið betur. Það er hægt að gera það aðlaðandi og skemmtilegt svæði sem myndi tengjast miðbænum. Einnig stendur til að þétta aðeins byggð á nokkrum stöðum í bænum og endurbyggja jafnvel nokkur svæði og fegra þau. Samhliða uppbyggingu og nýbyggingum erum við að vinna í hverfisvernd byggðar þar sem áhersla er á verndun gatna og húsaþyrpingasem eiga ákveðna sögu og eru hluti af byggðarsögu Hafnarfjarðar. Þar má nefna Hverfisgötu, Austurgötu og Hringbraut svo dæmi séu tekin. Hafnarfjörður er ákaflega fallegur bær með mikla sögu. Við viljum að sjálfsögðu halda í við söguna og ekki fara of geyst. Það þarf að huga vel að mörgu,” segir Bjarki.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0