Lucky 3 ásamt Ragnari Kjartanssyni

Gjörningur á Menningarnótt

Á menningarnótt flytja Lucky 3 ásamt Ragnari Kjartanssyni glænýjan gjörning á Kjarvalsstöðum milli 18 og 21.

Lucky 3 ásamt Ragnari Kjartanssyni – HJÚKRÚN

,,Suður um höfin að sólgylltri strönd
sigldi ég fleyi mínu til að kanna ókunn lönd.
Og meðan ég lifi, ei bresta þau bönd
sem bundið mig hafa við suðræna strönd.,,

Filippseyjar eru helsti „útflytjandi“ hjúkrunarfræðinga í heiminum. Hjúkrunarskólar framleiða markvisst hjúkrunarfræðinga til starfa í öðrum löndum og allt að 70% allra filippseyskra hjúkrunarfræðinga starfa utan heimalands síns. Heilbrigðiskerfið á Íslandi treystir á dugnað filippseyska vinnuaflsins.

Lucky 3 er listahópur stofnaður af Darren Mark, Dýrfinnu Benitu Basalan og Melanie Ubaldo; íslenskir listamenn af filippeyskum uppruna. Þau voru handhafar hvatningarverðlauna íslensku myndlistarverðlaunanna árið 2022. Lucky 3 hefur haldið sýningar og flutt gjörningar í Kling & Bang, Norræna húsinu, á Sequences, LungA og nýlega í Local Taller, Xalapa, Veracruz, Mexico.

Ragnar Kjartanssoner er einn af virtustu listamönnum þjóðarinnar og hefur haldið ótalmargar einkasýningar, tvær þær síðustu voru í Barbican Centre í London og Hirshhorn-safninu í Washington DC. Ennfremur hafa verk hans verið miðdepill þýðingarmikilla sýninga í bandarískum og evrópskum söfnum á borð við Palais de Tokyo í París (2015-16), New Museum í New York og Nútímalistasafninu í Boston (2014). Gjörningar hans, uppákomur og hópsýningar spanna margra ára tímabil víða um lönd.

Frítt er inn í öll safnhús Listasafns Reykjavíkur á Menningarnótt.

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0