Enginn staður – íslenskt landslag

Listamannaspjall

Sunnudag 28. júní kl. 15 munu Ingvar Högni Ragnarsson og Stuart Richardson ræða við gesti um verk sín á sýningunni Enginn staður sem nú stendur yfir í aðalsal Hafnarborgar.
ingvarÁ sýningunni eru verk átta samtímaljósmyndara sem allir eru búsettir á Íslandi og beina sjónum sínum að íslenskri náttúru. Ásamt Ingvari Högna og Stuart eiga Björn Árnason, Claudia Hausfeld, Daniel Reuter, Edda Fransiska Kjarval, Katrín Elvarsdóttir og Pétur Thomsen verk á sýningunni. Sýningarstjórar eru Áslaug Íris Friðjónsdóttir og Unnur Mjöll S. Leifsdóttir.

IngvarHogni_photo_Ari-MaggVerkin endurspegla innra og ytra landslag listamannanna sem horfa á náttúruna hver með sínum augum og kalla þau fram hjá hverjum og einum meðvitund um staði sem koma kunnuglega fyrir sjónir. Þetta er landslagið sem er okkur öllum svo kunnugt, myndin sem við sjáum þegar við lítum út um bílglugga á ferð okkar um landið, staðirnir sem bera engin nöfn, umhverfið sem við sjáum á milli merkilegu áfangastaðanna.

Ingvar Högni Ragnarsspn nam við Konunglega listaháksólann í Den Haag og útskrifaðist úr myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2007. Ingvar Högni staðsetur sína listsköpun á milli heimildarmyndagerðar og myndlistar – útgangspunktur hans er oftast nær frá samfélagslegum forsendum en framsetning verka hans blandast við hugsunarhátt myndlistar. Verk hans geyma ekki fastmótuð skilaboð eða merkingu heldur fá okkur til að velta fram spurningum um áhrif mannsins á nærumhverfið. Ingvar Högni býr og starfar í Reykjavik.

medium.1407950858Stuart Richardson býr og starfar í Reykjavík. Hann lagði fyrst um sinn stund á rússneska og japanska sögu en snéri sér síðar að ljósmyndun. Hann er sjálflærður að stórum hluta en hefur sótt námskeið í International Center of Photography í New York og í Maine Media Workshops. Hann heimsótti Ísland fyrst sumarið 2005, féll þá fyrir landinu og flutti þangað árið 2008. Árið 2009 opnaði hann Custom Photo Lab hágæða prentþjónustu. Verk Stuart’s einkennast af sterkri myndbyggingu og fínlegum smáatriðum og formum í náttúrunni sem hann beinir sjónum sínum að.

 

Nánari upplýsingar má nálgast hjá:
Áslaugu Írisi Friðjónsdóttur, upplýsingafulltrúa og sýningarstjóra, s. 585 5790
og á www.hafnarborg.is

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0