Sagan sögð af húsunum í Viðey

Þriðjudagur 14. júlí kl. 19:30-21:00

Magnús Sædal fyrrum byggingarfulltrúi hjá Reykjavíkurborg mun fræða gesti Viðeyjar um endurbyggingu bæði Viðeyjarstofu og kirkju sem stóð yfir á árunum 1986-1988. Magnús var byggingarstjóri þeirrar endurbyggingar og þekkir sögu húsanna manna best.

Hann mun fara yfir sögu húsanna en einnig fjalla um klaustrið sem áður stóð í Viðey og afdrif þess í siðaskiptunum. Þá fáum við að heyra um Skúla Magnússon og byggingu Viðeyjarstofu og kirkjunnar og í leiðinni segir hann okkur frá þeim sem bjuggu Viðeyjarstofu eftir tíð Skúla. Auk þess ætlar hann að segja okkur frá gömlu steinhúsunum á Íslandi. Við munum fylgja Magnúsi í vettvangsskoðun um húsin og fáum tækifæri til þess að spyrja hann spjörunum úr.videy_13

Endurbygging húsanna var flókið verk. Magnús er byggingartæknifræðingur frá TÍ 1973, er jafnframt húsasmíðameistari. Hann starfaði fyrir Reykjavíkurborg frá 1974-2012, lengst af sem byggingarfulltrúi og getur því fjallað um þessa áhugaverðu endurbyggingu á bæði faglegan og áhugaverðan hátt.  Flóknu verki sem þessu fylgja margar skemmtilegar sögur endar lumar Magnús á ófáum slíkum.

Í sumar eru aukaferðir á þriðjudagskvöldum til Viðeyjar frá Skarfabakka kl. 18:15 og 19:15. Kaffihúsið í Viðeyjarstofu er opið þessi kvöld og upplagt að njóta kvöldverðar í Viðey áður en leiðsögn byrjar.
Gangan hefst kl. 19:30 við Viðeyjarstofu og stendur til 21.00 þegar siglt verður heim.
videy_16Gjald í ferjuna fram og til baka er 1.100 kr. fyrir fullorðna og 550 kr. fyrir börn 7–15 ára í fylgd fullorð-inna. Frítt fyrir 6 ára og yngri. Leiðsögnin er ókeypis og öllum opin.

Við minnum á að handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt í Viðeyjarferjuna og í Viðeyjarstofu og handhafar Gestakorts Reykjavíkur fá fría siglingu.

Árbæjarsafn opið í allt sumar frá 10-17.
Kistuhyl
110 Reykjavík
Sími: (+354) 411 6300
[email protected]

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0