Skosk menningarhátíð á KEX

28.-30. janúar
Burns nótt haldin í fimmta sinn á Kex Hostel

Kex Hostel mun halda sína árlegu skosku menningarhátíð í fimmta sinn helgina 28. til 30. janúar næstkomandi í samstarfi við Edinborgarfélagið á Íslandi, Icelandair, Grants og Mekka. Burns nótt er haldin ár hvert í Skotlandi þann 25. janúar, á afmælisdegi þjóðskálds Skota Robert Burns, og er henni fagnað með skoskum mat, drykk og tónlist og að sjálfsögðu ljóðlist Robert Burns.

kex icelandic timesBurns A3 PosterKex Hostel hefur boðið Russell Mechlan, skoskum sekkjapípu¬leikara til landsins sem mun sjá til þess að Burns nótt fari fram í samræmi við hefðir og reglur.  Einnig mun gelíska þjóðlagasveitin Dàimh (borið fram „Dæf“), sem rekur rætur sínar til skosku hálandanna, koma tvisvar sinnum fram á hátíðinni.

Sæmundur í sparifötunum, veitingastaður Kex Hostels býður upp á sérstakan Burns matseðil í kringum hátíðina og samanstendur hann af góðum og sannreyndum skoskum mat og drykk. Að sjálfsögðu verður boðið upp á hið heimsfræga haggis með stöppuðum kartöflum, rófum, næpum og viskísósu. Aðrir réttir sem eru á matseðli eru lambakássa af Hálöndunum, blaðlaukssúpa og svo auðvitað ógrynni af viskíi, en það þykir ómissandi á Burns nótt.

Listrænn stjórnandi Burns Night í ár er enginn annar en blaðamaðurinn og tónlistarfræðingurinn Arnar Eggert Thoroddsen.   Í fyrra flutti hann ásamt fjölskyldu til Íslands aftur eftir þriggja ára búsetu í Edinborg þar sem hann nam tónlistarsfræði.  Hann tekur við keflinu af Benedikt Hermanni Hermannssyni.

Tenglar:

www.facebook.com/kexhostel
www.facebook.com/travelandgoodtimes
www.kexhostel.is
www.kexland.is
www.daimh.net/the-band
www.robertburns.org
www.arnareggert.is