Skosk menningarhátíð á KEX 28.-30. janúar

Burns nótt haldin í fimmta sinn á Kex Hostel

Kex Hostel mun halda sína árlegu skosku menningarhátíð í fimmta sinn helgina 28. til 30. janúar næstkomandi í samstarfi við Edinborgarfélagið á Íslandi, Icelandair, Grants og Mekka. Burns nótt er haldin ár hvert í Skotlandi þann 25. janúar, á afmælisdegi þjóðskálds Skota Robert Burns, og er henni fagnað með skoskum mat, drykk og tónlist og að sjálfsögðu ljóðlist Robert Burns.
 
kex icelandic tismes DAIMH-PROMO-1kex icelandic timesBurns A3 PosterKex Hostel hefur boðið Russell Mechlan, skoskum sekkjapípu¬leikara til landsins sem mun sjá til þess að Burns nótt fari fram í samræmi við hefðir og reglur.  Einnig mun gelíska þjóðlagasveitin Dàimh (borið fram „Dæf“), sem rekur rætur sínar til skosku hálandanna, koma tvisvar sinnum fram á hátíðinni.

Sæmundur í sparifötunum, veitingastaður Kex Hostels býður upp á sérstakan Burns matseðil í kringum hátíðina og samanstendur hann af góðum og sannreyndum skoskum mat og drykk. Að sjálfsögðu verður boðið upp á hið heimsfræga haggis með stöppuðum kartöflum, rófum, næpum og viskísósu. Aðrir réttir sem eru á matseðli eru lambakássa af Hálöndunum, blaðlaukssúpa og svo auðvitað ógrynni af viskíi, en það þykir ómissandi á Burns nótt.

Listrænn stjórnandi Burns Night í ár er enginn annar en blaðamaðurinn og tónlistarfræðingurinn Arnar Eggert Thoroddsen.   Í fyrra flutti hann ásamt fjölskyldu til Íslands aftur eftir þriggja ára búsetu í Edinborg þar sem hann nam tónlistarsfræði.  Hann tekur við keflinu af Benedikt Hermanni Hermannssyni.  
 
Tenglar:

www.facebook.com/kexhostel  
www.facebook.com/travelandgoodtimes  
www.kexhostel.is   
www.kexland.is   
www.daimh.net/the-band  
www.robertburns.org  
www.arnareggert.is