Frá sýningu Borghildar Óskarsdóttur á Kjarvalsstöðum í Reykjavík

Aðgát í heimi Borghildar

Í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum, stendur nú yfir yfirlitssýning  Aðgát um listamanninn Borghildi Óskarsdóttur (f.1942). Á sýningunni sem er einstaklega fjölbreytt, er farið yfir merkan listferlin Borghildar í sex áratugi. Sýningin er afrakstur rannsóknarvinnu Aðalheiðar Lilju Guðmundsdóttur, en listasafn Reykjavíkur hlaut Öndvegisstyrk Safnaráðs árið 2021 til að rannsaka hlut kvenna í íslenskri myndlist, í samstarfi við námsbraut í listfræði við Háskóla Íslands. Verk Borghildar eiga svo sannarlega erindi til okkar nú, Borghildur leikur sér að þeim sporum sem við mörkum í náttúruna, lífríkið allt. Borghildur vinnur verk sín á marga og ólíka miðla eins og grafík, texta, málverk, ljósmyndir, hljóð og vídeó, en leirinn og glerið ganga eins og rauður þráður í gegnum hennar sex áratuga feril sem listamaður. 

Frá sýningu Borghildar Óskarsdóttur á Kjarvalsstöðum í Reykjavík
Frá sýningu Borghildar Óskarsdóttur á Kjarvalsstöðum í Reykjavík
Frá sýningu Borghildar Óskarsdóttur á Kjarvalsstöðum í Reykjavík
Frá sýningu Borghildar Óskarsdóttur á Kjarvalsstöðum í Reykjavík
Frá sýningu Borghildar Óskarsdóttur á Kjarvalsstöðum í Reykjavík
Kjarvalsstaðir

Reykjavík 06/04/2024 : A7RIV, RX1RII – FE 1.8/20mm G, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson