Ævintýraland fyrir ferðamanninn

Grænland: Ævintýraland fyrir ferðamanninn

Grænland er ævintýri líkast með sína ósnortnu náttúru, litskrúðugu þorp og forvitnilegu menningu, siglingar, gönguferðir, silungsveiði, hreindýraveiði… Pétur Ásgeirsson, aðalræðismaður Íslands í Nuuk, segir að margir álíti að stóraukinn ferðamannastraumur til Íslands á undanförnum árum skapi veruleg tækifæri fyrir Grænland. Hann segir jafnframt að loftslagsbreytingar kunni að hafa bæði neikvæð og jákvæð áhrif á Grænland og Grænlendinga.

petur asgeirsson nuuk
Pétur Ásgeirsson. „Sennilega heillar náttúran mest og gera má ráð fyrir að erindi flestra Íslendinga, sem koma til Grænlands, sé að stunda útivist, göngur og veiðar ásamt því að skoða hina stórfenglegu náttúru.“

„Grænland er okkar næsti nágranni og ég held að Íslendingar séu almennt forvitnir um bæði land og þjóð. Sennilega heillar náttúran mest og gera má ráð fyrir að erindi flestra Íslendinga, sem koma til Grænlands, sé að stunda útivist, göngur og veiðar ásamt því að skoða hina stórfenglegu náttúru. Flestir ferðamenn frá Íslandi koma um þessar mundir til Ilulissat til að skoða ísfjörðinn og margir fljúga til Narsarsuaq til að skoða ægifagra náttúru Suður-Grænlands, til að veiða silung eða jafnvel hreindýr. Svo eru í boði göngu- og útivistarferðir, jafnvel þvert yfir Grænlandsjökul frá austri til vesturs.“
Bæirnir eru margir fallegir með sínum litríku húsum og nefnir Pétur Ásgeirsson aðalræðismaður sérstaklega Qaqortoq, Sisimuit og Ilullissat, sem eiga það sameiginlegt að vera byggðir í bröttum brekkum við sjóinn.
Í Sisimuit og Ilullissat, sem og á fleiri stöðum, geta ferðamenn farið í ferðir á  hundasleða.
„Höfuðstaðurinn, Nuuk, er nútímalegur bær þar sem gamli og nýi tíminn koma saman. Gamla hverfið við höfnina, sem kallað er „Kolonihavnen“, varðveitir gamla tímann en háhýsi, verslunarmiðstöðvar og iðnaðar- og hafnarhverfi einkenna bæinn að öðru leyti.“

Tækifæri fyrir Grænland
Pétur segir að flestir álitsgjafar um ferðamál telji að stóraukinn ferðamannastraumur til Íslands á undanförnum árum skapi veruleg tækifæri fyrir Grænland.
„Íslenskir flugvellir gegna mikilvægu hlutverki varðandi samgöngur gagnvart Grænlandi og gæti jafnvel stefnt í að Ísland verði meginmiðstöð flugs til Grænlands í framtíðinni.“
Flugfélag Íslands flýgur allt árið til Nuuk, Kulusuk og Ittoqqortoormiit og yfir sumarmánuðina einnig til Ilulissat og Narsarsuaq. Air Greenland flýgur frá Nuuk til Keflavíkur frá vori og fram á haust.

graenlandFerðast með strandferðaskipi
Einn möguleikinn er að ferðast með strandferðaskipinu Sarfaq Ittuk sem siglir fram og til baka milli Ilulissat við Diskóflóa í norðri og Qaqortoq sem er á Suður-Grænlandi. „Ferðin tekur um þrjá og hálfan dag hvora leið og þegar siglt er frá Ilulissat er stoppað í níu bæjum á leiðinni til Qaqortoq. Þessi ferðamáti gæti hentað þeim ferðamönnum ágætlega sem koma til Grænlands frá Íslandi því Flugfélag Íslands býður stóran hluta ársins uppá flug til og frá Ilulissat og Narsarsuaq, ekki langt frá Qaqortoq, sem er síðasta höfn skipsins í suðri.“

graenland 2Olía, gas og námuvinnsla
Pétur segir að sér finnist svolítið annar bragur á umfjöllun um norðurslóðir á Grænlandi en á Íslandi. „Norðurslóðir eru ef til vill hversdagslegri fyrir Grænlendinga. Þeir eru mjög stoltir af landinu sínu og fyllilega meðvitaðir um stórkostlega náttúru þess. Þeir eru ekkert feimnir við að nýta gæði landsins sér til framfæris. Þeir eru miklir náttúruverndarmenn og nýta náttúruauðlindir með ábyrgum hætti og hafa afar strangar reglur um mengun og umgengni við náttúruna.“
graenland 1Pétur segir að breytingar í tengslum við hlýnun jarðar hafi þvíþætt áhrif á opinbera umræðu á Grænlandi.
graenlad 3„Menn hafa annars vegar áhyggjur af neikvæðum áhrifum á dýralíf og náttúru, t.d. ísbirni, seli, hvali og fiskveiðar. Veiðimenn Norður-Grænlands eru meðvitaðir um breytingar í náttúrunni og hafa áhyggjur af þeim. Hlýnun jarðar hefur áhrif á dýralíf og veiðar og menn óttast að með breyttum aðstæðum verði síður grundvöllur fyrir búsetu í nyrstu byggðunum.
Menn horfa hins vegar til þeirra tækifæra sem bráðnun Grænlandsjökuls kann að skapa. Það má ekki gleyma að Grænlendingar standa frammi fyrir því að þurfa á næstu árum að afla samfélaginu verulega aukinna tekna til að standa undir þeim lífskjörum sem þeir búa við í dag. Menn vonast til að með bráðnun íshellunnar nyrst við Grænland aukist möguleikar til olíu- og gasvinnslu og með bráðnun jökulsins skapist nýir og bættir möguleikar til námuvinnslu og flutninga.“

 

Et interview med generalkonsulen i Land og Saga:
Eventyrland for turister

“Grønland er som et eventyrland med sin uberørte natur, farverige byer og interessant kultur, sejlads, vandremuligheder, ørredfangst og rensdyrjagt…. “. Islands generalkonsul i Nuuk Pétur Ásgeirsson siger, at den store fremgang i antallet af turister til Island de sidste år har skabt muligheder for Grønland. Han siger endvidere, at klimaforandringer kan have både fordele og ulemper for Grønland.

“Grønland er vor nærmeste nabo, og jeg tror, at islændinge generelt er interesserede i landet og folket i Grønland. Naturen er nok den, der begejstrer mest, og det er sandsynligt, at de islændinge, som tager til Grønland, dyrker naturen, vandreture, jagt og fiskeri og samtidig nyder den storslåede natur. De fleste turister fra Island tager for det meste til Ilulissat for at se isfjorden, og mange flyver til Narsarsuaq for at se smukke Sydgrønland, tage på ørredfiskeri eller måske tage på rensdyrjagt. Så er der vandreture og udendørs aktiviteter, og nogle tager endnu over indlandsisen”.
Byerne er smukke med deres farverige huse og Pétur Ásgeirsson nævner eksempelvis byerne Qaqortoq, Sisimiut og Ilulissat, som har det tilfælles, at de er bygget på stejle skrænter ved havet.
I Sisimiut og Ilulissat samt i flere byer kan turisterne tage på hundeslædeture. Hovedstaden Nuuk er en moderne by, hvor gamelt og nyt mødes. Byens ældste bydel, Kolonihavnen, gemmer på de gamle bygninger fra kolonitiden, ikke så langt fra moderne højhuse, shoppingcenteret, handels-og havneområdet.

Muligheder for Grønland
Pétur fortæller, at de fleste eksperter indenfor turismen mener, at den stadig større strøm af turister til Island skaber uanede muligheder for Grønland.
“Islandske lufthavne har en stor betydning for de trafikale forhold i Grønland, og man kan endda forestille sig, at man benytter Islandske lufthavne som hub for grønlandsk lufttrafik i fremtiden”.
Air Iceland flyver året rundt til Nuuk, Kulusuk og Illoqqortoormiut og om sommeren til Ilulissat og Narsarsuaq. Air Greenland flyver fra Nuuk til Keflavik fra forår til efterår.

Rejse med kystskibet
En anden mulighed er at sejle med kystskivet Sarfaq ittuk, som sejler langs den grønlandske vestlyst fra Ilulissat i Diskobugten til Qaqortiq i syd. “Turen tager omkring tre en halv dag hver vej, og når man kommer ombord i Ilulissat, stopper man i ni byer på vej til Qaqortoq. Sådan en tur er ideel for turister, som kommer til Grønland fra Island, for Air Iceland tilbyder fly til og fra Ilulissat og Narsarsuaq i nærheden af Qaqortoq, som er rejsens sidste destination.

Olie, gas og råstoffer
Pétur synes, at talen om arktis er lidt anderledes i Grønland end i Island.
“Arktis er måske mere hverdagsemne for grønlænderne. De er meget stolte af deres land og er helt bevidste om den storslåede natur. De holder sig ikke tilbage ved at bruge af naturens ressourcer. De er beskytter naturen og bruger naturressourcerne på en ansvarlig måde, hvor der er strenge regler for forurening og omgang med naturen”.
Pétur siger, at debatten omklimaforandringerne med klodens omvarmning er tosidig i Grønland.
På den ene side er man bekymret for klimaforandringernes konsekvenser for dyrelivet og naturen såsom isbjørne, sæler, hvaler og fiskeriet. Fangerne i Nordgrønland er bevidste om ændringerne i naturen, og man er bekymret for, at det bliver sværere at bo i nordligste del af landet.
På den anden er man klar over de muligheder, der skabes med nedsmeltningen af indlansiden. Man må ikke glemme, at Grønland står for at skulle skabe øgede indtægter i fremtiden for at kunne opretholde den levestandard, som man har i dag. Man håber, at med isens nedsmeltning i det nordligste del af landet, bliver skabt bedre muligheder for udvinding af olie og gas samt større muligheder for minedrift og skibstransport”