Anna Hrund Másdóttir ræðir um sýningu sína Fantagóðir minjagripir í D-sal Hafnarhússins.

Anna Hrund leitar að listinni í sínu nánasta umhverfi og gerir tilraunir til að sameina undirmeðvitund og íhugun raunverulegum hlutum. Hún finnur hluti úr ýmiss konar landslagi, geymir þá og flytur milli heimila og heimsálfa. Hlutirnir eru teknir í sundur og þeim endurraðað og útkoman er uppstilling af uppgötvunum úr raunveruleikanum. Sýningin er styrkt af Myndlistarsjóði.

Fantagóðir minjagripir er hluti af D-salarröð Listasafns Reykjavíkur. Markmið hennar er að gefa efnilegum listamönnum tækifæri til að vinna innan veggja safnsins og vekja athygli á áhugaverðum hræringum í listheiminum.

Anna Hrund er fædd árið 1981og býr og starfar í Los Angeles og Reykjavík. Hún lærði myndlist við Listaháskóla Íslands, Mountain School of Art og lauk MFA námi frá California Institute of the Arts vorið 2016. Auk þess að starfa sem myndlistarmaður er Anna Hrund meðlimur í Kling & Bang.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.