Hún er áhugaverð sýningin Ef garðálfar gætu talað, eftir ljósmyndarana Þórdísar Erlu Ágústsdóttur og Sigríðar Marrow í myndasal Þjóðminjasafns Íslands. Í þrjú sumur heimsóttu þær stöllur hjólhýsabyggðina við Laugarvatn, austur í Árnessýslu. Þessi byggð var sú stærsta á landinu, einstök, og var lögð niður á síðasta ári, eftir áratugi. Mörgum, sérstaklega þeim sem höfðu átt sitt sumarheimili þarna í fjölda ára. Hjólhýsin sem stóðu þarna voru hjólalaus, flest með örlítið frímerki sem pall fyrir framan, enda stutt í næsta hýsi. Þessi sumarbyggð var á margan hátt mjög sérstök, eins og þorp, en samt ekki. Eins og segir í sýningarskrá; ,,Nándin við grannana, sem var mun meiri en í hefðbundnum sumarhúsahverfum. Fólk hefur meiri ánægju en ama hvert af öðru.” Nú er þetta horfinn heimur, sem gaman er sjá og upplifa á Þjóðminjasafninu. Enda heimur þar sem er endalaust sumar, og léttleiki tilverunnar í forgrunni.
Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Reykjavík 12/10/2023 – A7C, RX1R II : FE 1.8/14mm GM, 2.0/35mm Z