Bjúti-fúll Bakkafjörður

Það eru skiptar skoðanir um Bakkafjörð, þetta fámenna samfélag, sem er lengra frá Reykjavík í bíl, en nokkur annar staður á Íslandi. Sumum finnst þetta einfaldlega ljótur staður. Það eru fleiri sem finnst yndislegt að koma þarna í fámennið. Ég er einn af þeim, birtan í Bakkafirði er einstök á Íslandi, alltaf dramatísk og falleg. Í firðinum búa undir hundrað manns, en það gæti breyst á næstu árum. Í fyrra var undirritaður samningur um þróun risastórar alþjóðlegrar umskipunarhafnar í Finnafirði í Bakkafirði. Yrði höfnin stærsta verkefni Íslandssögunnar í rúmmetrum talið.

Horft yfir Finnafjörð og Bakkafjörð frá Vatnadal undir Gunnólfsvíkurfjalli

Langanesbyggð 14/09/2021 09:50 : A7R IV : FE 1.4/85 GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson