Bryggjan brugghús

Bryggjan brugghús

Áhersla lögð á ferskt hráefni og gæðabjór

Bryggjan brugghús er veitingastaður, bar og brugghús við Reykjavíkurhöfn og er lögð áhersla á ferskt hráefni og gæðabjór af ýmsum tegundum. Bryggjan brugghús getur tekið á móti allt að 280 gestum og er opin frá 11:00 til 01:00 alla daga vikunnar.
Bryggjan Brugghús
Bryggjan Bistro býður upp á fjölbreyttan og vandaðan matseðil þar sem áhersla er lögð á ferskar sjávarafurðir, veiddar við strendur Íslands, auk hefðbundinna rétta sem Margrét Ríkharðsdóttir matreiðslumeistari hefur valið af kostgæfni.
„Við erum líka með kjöt beint frá býli; bæði nautakjöt og lambakjöt,“ segir Elvar Ingimarsson markaðsstjóri. Bryggjan Brugghúsbryggjan-brughus-_32B7129„Matseðillinn er frekar nýstárlegur miðað við íslenska veitingahúsaflóru. Rækjurnar sem við erum með eru t.d. bornar fram í skelinni og við erum með nokkra aðra rétti sem fólk hefur kannski ekki séð áður á Íslandi. Við erum t.d. með makríl á beini og nautin, sem nautakjötið er af og kemur frá Sogni í Kjós, éta í rauninni hratið úr brugghúsinu þannig að þetta eru hálfgerð Kobe naut nema það er ekki búið að nudda þau upp úr bjór.“
Þess má geta að bláskelin er eins fersk og hægt er en hún er geymd lifandi í körum og hefur því aldrei verið fryst þegar gestir Bryggjunnar fá hana á diskinn.bryggjan-brugghus-_32B9105

Lögð er áhersla á nokkra sérstaka rétti í desember.
„Við erum með þrjár leiðir í boði varðandi jólamatseðilinn. Það eru „Bryggjujól“, „Litlu jólin“ og „Smakk og 3 jólabjórar“.
„Bryggjujól“ samanstendur m.a. af sinnepssíld og rúgbrauði, grenireyktum laxi, ferskrækjukokteil í sítrus, heitreyktri andabringu og ostabakka með hindberjasultu og piparkökum.
bryggjan-brugghus-_32B7589
Bar & brugghús
Elvar segir að á staðnum sé metnaður fyrir því að framleiða og bjóða upp á fjölbreytt úrval ýmissa veiga. Barinn státar af 12 bjórdælum sem veita bjór beint úr brugghúsinu og sérsmíðaður vínskápur heldur auðugu vínsafni staðarins í fullkomnu hitastigi.

bryggjan-brugghus-_32B7486Bruggmeistari staðarins, Bergur Gunnarsson, er lærður bruggmeistari og bruggar bjórinn og koma fjórar tegundir af aðaldælunni.
„Humlana kaupum við frá Bandaríkjunum og maltið kemur frá Þýskalandi þannig að við notum eingöngu úrvals hráefni í bjórinn sem kemur mjög vel út. Hann fer ekki á kúta heldur beint úr tankinum á dæluna en þannig helst ferskleikinn betur.
Svo ætlum við að gera tilraunir með alls konar nýjar tegundir og í desember munum við tappa einhverjum tegundum á gler og selja í vínbúðum ÁTVR.“
Bruggsalurinn rúmar um 100 manns í sæti og hentar hópum vel fyrir ýmis tækifæri. Hægt er að loka salnum með fallegum tjöldum og þar má finna skjávarpa og öll helstu nútímaþægindi sem hópar kunna að nýta sér við veisluhald jafnt sem fundi.  
Hanna Stína innanhússarkitekt á heiðurinn af hönnun staðarins sem er í senn bæði hlýlegur og hrár. Byggja á bryggju fyrir utan staðinn sem tengist bryggjunni fyrir framan Sjóminjasafnið og er gert ráð fyrir að gestir staðarins geti setið úti þegar veður er gott.12194567_10156108165145004_7087632102706905581_o

12186240_10156108164070004_2225404607504202928_o
-SJ

Bryggjan brugghús

Grandagarði 8
101 Reykjavík
S: 456 4040
https://bryggjanbrugghus.is