CeaseTone og Axel Flóvent halda tónleika

á KEX Hostel 29. júní

Tvær af efnilegri sveitum slá saman í púkk og halda ókeypis tónleika

Rafræna rokksveitin CeaseTone er vaxandi sveit sem hefur fagnað góðu gengi undanfarið ár.  Þessi þétta fjögurra manna sveit vakti lukku meðal Bedroom Community útgáfunnar sem valdi sveitina á svið sitt á ATP Iceland í fyrra og var hún valin úr 150 hljómsveita úrtaki.  CeaseTone vakti sömuleiðis lukku á bransahátíðinni SXSW í Austin í Texas í ár.

29 Axel FloventAxel Flóvent er ungur tónlistarmaður frá Húsavík sem hefur verið að vekja mikla athygli undanfarið ár.  Augu og eyru tónlistarbransans beindust að þessum efnilega tónlistarmanni á Iceland Airwaves og undirritaði hann m.a. samning við United Talent bókunarstofuna og tók upp myndband með KEXP frá Seattle.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21:00.