Djúpavogshreppur nær allt frá miðjum Hvalnesskriðum í suðri að Streiti á Berufjardarströnd í norðri. Innan hans liggja þvf þrír firðir: sjávarlónin Álftafjörður og Hamarsfjörður, en nyrst hinn djúpi Berufjörður. Landslag og dýralíf í Djúpavogshreppi er mjög fjölbreytt. Þar halda til stórir hópar hreindýra stóran hluta ársins, úti við ströndina flatmaga selir á skerjum og sveitarfélagið státar af votlendi iðandi af fjölskrúdugu fuglalífi og góðri aðstöðu til fuglaskoðunar. Hvað landslagið snertir þá býður Djúpavogshreppur upp á ótal eyjar, eiði og sker, fjölskylduvænar, svartar, ljósar og rauðlitar strendur, undurfagra fossaflóru, ótal gönguleiðir um mikilfengleg fjöll og gróna dali, og jafnvel nokkra jökla. Ein ástæða fegurðar og fjölbreytileika landsvæðisins er að innan þess liggja rofnar minjar tveggja megineldstöðva med ljóslitu rhýólíti og ótal berggöngum, auk hallandi basalthraunlaganna sem líkjast heist grárri lagtertu. Kortlagðar gönguleiðir eru fjölmargar í Djúpavogshreppi og hægt að fá göngukort á upplýsingamiðstöðinni á Djúpavogi og fleiri stöðum.
Djúpivogur er kauptún Djúpavogshrepps, staðsett á norðanverðu Búlandsnesi sem aðskilur Hamarsfjörð og Berufjörð. Saga Djúpavogs sem verslunarstadar er merk og nær allt aftur til ársins 1589 þegar Hamborgarkaupmenn fengu þar verslunarleyfi. Vogurinn, sem þorpid heitir eftir, er góð náttúruleg höfn og þar var ein helsta útgerðarstöð Austurlands fram að aldamótunum 1900. Á Djúpavogi er öflugt og fjölbreytt atvinnulíf, en fiskvinnsla er aðal atvinnugreinin. Mörg hús í þorpinu hafa verið gerd upp á sídustu árum og eru til mikillar prýði.
Yfir Djúpavogi stendur Bóndavarðan, sem talin er eiga uppruna sinn til Tyrkjaránsins 1627, vörð yfir þéttbýlinu og fjörðunum beggja vegna. íbúafjöldi á Djúpavogi 1. janúar 2018 var 357.
Cittaslow eru alþjóðleg samtök bæja og sveitarfélaga bjóða upp á hreint, öruggt og vistvænt umhverfi og gera stadbundnum sérkennum s.s. atvinnuháttum og menningu hátt undir höfði. Djúpavogshreppur gerdist aðili að samtökunum arid 2013, fyrst íslenskra sveitarfélaga. Líttu eftir merki Cittaslow á ferd þinni um hreppinn, appelsínugulum snigli sem ber þorp á skelinni, Síudningsaðilar Cittaslow í Djúpavogshreppi nota snigilinn sem gaedastimpil. Hann er t.d. loford seljanda um ad vara sé upprunnin í hreppnum, hvort sem um er að ræða matvöru, handverk eda annad. Raudi þrádurinn í Djúpavogshreppi og Cittaslow en „Staldradu vid og njóttu lífsins, hraði þarf ekki ad vera lífsstíll.”
Papey er sannköllud náttúruperla sem hefur verid á náttúruminjaskrá sídan 1975 og erá lista Birdlife International (Alþjóðlegu fuglasamtakanna) yfir mikitvæg fuglasvasdi í Evrópu. Hún er staerst þeirra fjölmörgu eyja sem liggja undan ströndum Djúpavogshrepps og það rík af sel og sjófugli, þ. á m.
lunda, að í gamla daga var talid að eigendur eyjunnar klæddust svokölluðum Papeyjarbuxum, sem áttu að færa hverjum sem þeim klæddist ómælt rikidæmi. Papey dregur nafn sitt af Pöpum, þ.e. kristnum einsetumönnum frá Írlandi eda Skotlandi, sem talid er að hafi búið i eyjunni áður en norrænir menn byggðu Ísland í Papey er einnig elsta og minnsta timburkirkja á íslandi, byggd árid 1807. Boðið er upp á ferðir út i eyjuna med ferjunni Gísla í Papey sem siglir frá Djúpavogi.
Langabúd er langt rautt hús sem stendur rétt ofan vid höfnina á Djúpavogi. Elsti hluti Löngubúðar var byggður um 1790, sem gerir hana ad einu elsta verslunarhúsi landsins. Þar er nú kaffihús, byggðasafn Djúpavogshrepps, og söfn Ríkards Jónssonar myndhöggvara (1888-1977) og Eysteins Jónssonar rádherra (1906-1993), en eitt fyrsta start Eysteins á barnsaldri var einmitt að rada upp keilum við enda keilubrautar í Löngubúð.
Eggín í Gleðivík eru útilistaverk eftir listamanninn Sigurð Gudmundsson. Um er ad ræða þrjátíu og fjórar nákvæmar eftirmyndir eggja jafn margra varpfugla í Djúpavogshreppi. Eggin eru öll merkt þeirri fuglategund sem þau líkja eftir, á íslensku og latínu. Stærst eggjanna er egg lómsins sem er einkennisfugt svæðisins.
Blábjörg í Berufirdi eru fridlýst náttúruvætti. Björgin eru hluti af sambræddu flikrubergi sem hefur verid kallad Berufjarðartúffíd (Berufjördur acid tuff) og myndadist í gjóskuflóði frá súru sprengigosi. Blágrænan lit bergsins má rekja til myndunar klórítsteindar vid ummyndun bergsins. Úheimilt ad hrófla vid eda skemma á annan hátt jardmyndanir á þessu svæði.
Teigarhorn við Berufjörd var fridlýst sem fólkvangur árid 2013 og þar er starfandi landvördur. Jördin er þekkt annars vegar fyrir jardmyndanir og hins vegar atvinnu- og menningarsögu. Innan marka jardarinnar er einn merkasti fundarstadur geislasteina (zeólíta) í heiminum og tengist myndun þeirra miklu berggangakerfi frá Álftafjardareldstödinni. Geislasteinar frá Teigarhorni voru seldir til safna vída um heim á seinni hluta 18. aldar, en sídan 1976 hafa helstu fundarstaðir verid friðlýstir sem náttúruvætti og ólöglegt að hrófla vid steindum eða fjarlægja. Á jörðinni stendur Weywadthús sem byggt var af Niels P.E. Weywadt á árunum 1880-1882. Dóttir Niels, Nicoline Weywadt, var fyrst íslenskra kvenna til að nema Ijósmyndun og starfrækti Ijósmyndastofu á Teigarhorni. Nicoline átti auk þess fyrstu saumavél á Austurlandi. Teigarhorn á óslegid 30,5°C hitamet islands.
Þvottá er svo nefnd því þar er talin hafa farid fram fyrsta skírnin á íslandi. Ólafur Noregskonungur, og þáverandi konungur yfir Ístandi, sendi Þangbrand prest utan til ad snúa íslendingum til kristinnar trúar undir lok 10. aldar og kom hann ad landi vid Álftafjörð. Hann hafði vetursetu hjá Sídu-Halli, bónda í Álftafirði, og skírdi hans heimilisfólk. Árið 1000 hafdi Þangbrandi svo tekist ad kristna allt Ísland. Minnisvarði var settur upp árid 1999 vid Þvottá til að minnast krístnitöku islendinga.
Búlandstindur er 1069 m á hæð. Hann tilheyrir hópi formfegurstu fjalla á íslandi og er einkennisfjall Djúpavogshrepps. í góðu vedri er frábært útsýni frá tindinum, en þadan sést allt inn að Snæfelli og Þrándarjökli, og vel út til fjardanna. í um 700 m hæd austur af Búlandstindi gengur fjallsrani sem nefnist Godaborg. Sagt er að þangad upp hafi menn burdast med god sin strax eftir kristnitökuna til þess ad steypa þeim fram af fjallsgnípunni, en adrar heimildir segja ad þar hafi verid vatn sem innyfli fórnardýra voru þvegin í.
Búlandsnesid er einstaklega vel fallid til fugtaskoðunar og um þad liggja ótal gönguleidir. Fuglaáhugafélagid birds.is hefur sett upp fuglaskodunarhús, útbúið kynningarefni um fugla sem hægt er ad nálgast á upplýsingamidstödinni á Djúpavogi og merkt gönguleidir sem sérstaklega eru ætladir til ad leida menn um ákjósanleg fuglaskodunarsvædi.
Hálsaskógur er skógræktarsvæði Skógræktarfélags Djúpavogs og tilvalid göngusvædi. Á sumrin prýða skóginn listaverk barna úr Leikskólanum Bjarkartúni á Djúpavogi. Þá er nokkud um tóftir og hledslur í skóginum tengdar gamla Búlandsnesbænum, sem og útilistaverk eftir Vilmund Þorgrimsson (Vilmund i Hvarfi) úr efnividi úr skóginum.