Ein fallegasta fossaröð á Íslandi eru Klifbrekkufossar í botni Mjóafjarðar austur á fjörðum. Þeir eru samtals sjö Klifbrekkufossarnir í Fjarðará, sem fellur niður af Mjóafjarðarheiðinni í Fjarðardal. Auðvelt er að ganga að fossaröðini frá þjóðveginum, vegi 953, sem liggur úr Fagradal sunnan Egilsstaða og alla leið út á Dalatanga austasta byggða ból á landinu. Þar er viti og mönnuð veðurstöð. Á leiðinni er ekið í gegnum Brekkuþorp, en þar búa um tíu einstaklingar í afskekktustu byggð Íslands. Vegurinn er til dæmis orðin ófær, og verður ekki opnaður aftur fyrr en í byrjun júní ef tíðarfarið er gott. Eina leiðin að komast í Mjóafjörð að vetri til, er að taka bát frá Neskaupstað í Brekkuþorpið í Mjóafirði.

Það er ekki spurning, að Klifbrekkufossar í Mjóafirði eru ein fallegasta fossaröð á Íslandi. Hér sjáum við fimm af sjö fossunum.

Suður-Múlasýsla  14/08/2020 20:52 – A7R III : FE 1.8/135mm GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson