Eldgos… fljótlega?

Kvikan sem leitar upp undir Svartsengi, Bláa lóninu er nú á aðeins 5 km dýpi, og er að leita leiða upp. Hvort eða hvenær kemur gos, veit engin, jafnvel ekki okkar bestu vísindamenn. En eitt er víst, að fólk sem býr í Grindavík næst svæðinu, eða á vestanverðu Reykjanesi veit vel af þessum brölti undir jarðskorpunni. Það eru um og yfir 2000 jarðskjálftar sem mælast á sólarhring, og margir mjög stórir. Svartsengi, jarðvarmavirkjunin í Illahrauni, sér þrjátíu þúsund íbúum á Reykjanesi fyrir rafmagni, heitu og köldu vatni. Bláa lónið er einn af vinsælustu ferðamannastöðum í lýðveldinu, þangað koma hundruð þúsunda ferðalanga til að upplifa heitt Ísland. Lóninu og Retreat hótelinu við lónið er nú lokað. Því allt getur gerst. Það er ekkert gamanmál ef eldgos, sem meiri líkur en minni, kemur upp í nágrenninu. En auðvitað eru mestur áhyggjurnar tengdar virkjunni í Svartsengi. Rafmagn og vatn, hvort sem það er kalt, eða heitt til húshitunnar er ein af grunnstoðum þess að búa á svæðinu sem telur um 30 þúsund manns. Með alþjóðaflugvöllinn í Keflavík, í aðeins í 20 kílómetra fjarlægð í fluglínu frá hugsanlegum eldsumbrotum við Svartsengi. Icelandic Times / Land & Saga fór á svæðið í dag til að sjá… og fyrst og fremst upplifa svæðið, fyrir eldgos.

Jarðskjálftar á Reykjanesi 9. nóvember, stjörnumerkt eru skjálftar yfir þrjá… semsagt stórir, allir við virkjunina eða Bláa lónið
Ríkisstjórnin er nú að biðja verkfræðistofur að hanna varnargarða til að verja Svartsengisvirkjun. Vandamálið er að engin veit hvort og hvar byrjar að gjósa
Bílastæðið við Bláa lónið var fullt fyrir viku, nú tómt
Svartsengisvirkjun sér íbúum Suðurnesja fyrir rafmagni, heitu og köldu vatni
Retreat lúxus hótelið við Bláa lónið er nú lokað
Svartsengisvirkjun
Fjallið Þorbjörn í bakgrunni sem skilur að Bláa lónið og Grindavík
Ferðamenn við lónið, Svartsengisvirkjunin í bakgrunni

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Illahraun 09/11/2023 – A7C : FE 1.4/24mm GM